Skulda Isavia tugi milljóna króna 25. október 2012 06:00 Búið spil Iceland Express mun skipta um nafn, leita samninga við birgja sína og samstarfsaðila um uppgjör krafna og ljúka í kjölfarið starfsemi. fréttablaðið/pjetur Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Iceland Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálfsagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum." Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það." - þsj Fréttir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Isavia kyrrsetti í gærmorgun vél sem Iceland Express var með á leigu vegna ógreiddra lendingagjalda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skuldar Iceland Express Isavia, sem á og rekur Keflavíkurflugvöll, um hálfa milljón dollara, eða rúmlega 60 milljónir króna. Wow air keypti í gær hluta af starfsemi Iceland Express. Kröfur birgja og annarra samstarfsaðila voru hins vegar skildar eftir í Iceland Express. Til stóð að breyta nafni félagsins í gær eða í dag til að aðskilja það frá vörumerkinu sem selt var til Wow air. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi félagsins sem í gær hét enn Iceland Express, segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort skuldin við Isavia verði gerð upp. Hann segist ekki vera með yfirsýn yfir hversu mikið félagið skuldi birgjum og samstarfsaðilum. „Það eru sjálfsagt skuldir hér og þar líkt og gengur og gerist í öllum rekstri. En það eru ekki einhverjir halar. Félagið mun taka þann tíma sem þarf til að ganga frá þessum málum. Um þetta gilda ákveðin lög og reglur. Menn afgreiða það ekkert á nokkrum dögum." Það kaupverð sem Wow air greiddi fyrir ákveðna þætti úr rekstri Iceland Express fæst ekki uppgefið. Aðspurður um hvort það fé fari til gamla Iceland Express eða til eigenda þess og helsta kröfuhafa, Pálma Haraldssonar, segist Heimir Már ekki þekkja þann samning. „Sá samningur er trúnaðarmál milli Pálma og Skúla. Ég get ekki svarað því hvort og þá hversu miklir fjármunir skiptu um hendur. Þeir tveir eru einir um að vita það." - þsj
Fréttir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira