Eimskip ekki á neinu útsöluverði 25. október 2012 04:30 Enginn afsláttur Í greiningu Arion banka segir að það þurfi ekki að fara í grafgötur með að seljendur hlutanna ætli sér að fá ásættanlegt verð. "Þetta er ekki frumútboð á nýju hlutafé, heldur hlutir sem seljendur sitja uppi með þar sem þeir voru stórir lánveitendur gamla Eimskips.“ fréttablaðið/óskar fréttablaðið/óskar Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Skiptar skoðanir eru á meðal greiningaraðila um hvort hlutabréf í Eimskip séu góður fjárfestingakostur. Lokuðu hlutafjárútboði, þar sem 20 prósenta hlutur í félaginu verður seldur til valinna fjárfesta, lýkur klukkan 14 í dag. Þetta kemur fram í greiningum Arion banka og IFS ráðgjafar. Greiningarnar eru ætlaðar fyrir fagfjárfesta til einkanota, ekki fyrir almenning. Heimildir Fréttablaðsins herma að þó nokkrir fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, ætli ekki að taka þátt í útboðinu vegna þess að þeim finnist verðið of hátt. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að alls yrði fimmtungur hlutafjár í Eimskip seldur til fagfjárfesta í útboði þar sem verðbilið yrði 205 til 225 krónur. Í kjölfarið myndi almenningur fá að kaupa fimm prósenta hlut á því verði sem útboðið mun skila. Þetta var síðan staðfest í skráningarlýsingu Eimskips sem birt var seint á mánudagskvöld. Í greiningu Arion banka á Eimskip kemur fram að hún metur virðismatsgengi hlutar í félaginu á 217 krónur, sem er innan verðbilsins sem boðið var upp á í útboðinu. Virðismatið er hins vegar sagt næmt fyrir því hvaða ávöxtunarkröfu, og forsendur um framlegð, fjárfestar gera. Fjárfestingaumhverfið í dag er sagt hagstæðara fyrir þá sem vilja selja eignarhluti en þá sem vilja koma fjármagni í vinnu, enda sé mikill skortur á fjárfestingarkostum á Íslandi, sér í lagi hlutabréfum í stórum félögum sem skráð séu á markað. Í greiningunni segir síðan að „Eimskip er ekki til sölu á neinu útsöluverði. Miðað við okkar forsendur […] teljum við að seljendur ætli sér að fá fullt verð fyrir hlut sinn.[…]Þeir fjárfestar sem krefjast augljóss útboðsafsláttar ættu þannig að láta vera að taka þátt og við ráðleggjum fjárfestum ekki að kaupa og metum betri tækifæri í öðrum skráðum félögum í Kauphöll Íslands". Í virðismati IFS greiningar er virðismatsgengi hluta í Eimskip metið á 211 krónur. IFS spáir hins vegar að gengi bréfanna verði komið upp í 255 krónur eftir sex til tólf mánuði. Gangi spá IFS eftir munu þeir sem kaupa hlutabréf í Eimskip því fá rúmlega 17 prósenta ávöxtun á fjárfestingu sína á umræddu tímabili. Því ráðleggur IFS fjárfestum að kaupa í félaginu. Þá er auk þess bent á að með kaupum á bréfum í Eimskip munu fjárfestar eignast „óbeina hlutdeild í erlendu tekjuflæði, en um þrír fjórðu tekna félagsins eru í erlendum myntum. Í því er ákveðin gengisvörn fyrir fjárfesta sem hafa áhyggjur af frekari veikingu krónunnar. Það er yfirlýst stefna félagsins að greiða arð sem nemur 10-30% hagnaðar, þótt það áskilji sér rétt til að taka mið af markaðsaðstæðum, fjármagnsskipan og mögulegum fjárfestingum við þá ákvörðun. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira