Lögreglan með mansalsmál á nuddstofu til rannsóknar 23. október 2012 08:00 Nuddstofan sem rekin var hér áður, en DV fjallaði nokkuð um málið fyrir allnokkrum árum síðan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv Fréttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlendingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kínverja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun," segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv
Fréttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í jarðhitaleit Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Sjá meira