Rússneski olíurisinn Rosneft hefur samið um kaup á helmingshlut breska olíurisans BP í olíufyrirtækinu TNK-BP, sem er eitt af stærstu olíufyrirtækjum Rússlands. Rosneft kaupir jafnframt hinn helminginn í TNK-BP af rússneskum auðkýfingum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lýst ánægju sinni með þessi viðskipti, enda verður Rosneft þar með eitt af stærstu olíufyrirtækjum heims, en um leið eignast BP nærri tuttugu prósenta hlut í Rosneft.- gb
Erlent