Hausverkur tveggja ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. október 2012 06:00 Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun