Afbökun sannleikans Helga Katrín Tryggvadóttir og Jón Selmuson Guðmundsson skrifar 23. október 2012 06:00 Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun