Afbökun sannleikans Helga Katrín Tryggvadóttir og Jón Selmuson Guðmundsson skrifar 23. október 2012 06:00 Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar