EKKI kjósa – eða hvað? Þorkell Helgason skrifar 18. október 2012 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslan laugardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnarskrármálinu. Atkvæðagreiðslan snýst um tillögur stjórnlagaráðs um gagngerar endurbætur á stjórnarskrá lýðveldisins, EKKI um neitt annað: n Hún snýst ekki um það hvort ríkisstjórnin sé góð eða slæm. n Hún er hvorki til að þóknast Jóhönnu né til að storka forsetanum, eða öfugt. n Hún er ekki tæki til að mæla fylgi stjórnmálaflokkanna, til þess gefst tækifæri í vor. n Hún snýst ekki um það hvort Evrópusambandið sé friðarbandalag eða ekki. n Hún er ekki tilefni til að ergja sig yfir því sem er á undan gengið, hvort sem er ógilding stjórnlagaþingskosningarinnar eða málsmeðferðin á Alþingi. n Hún snýst ekki um persónur þeirra sem sátu í stjórnlagaráði; þeim hvorki til lofs né lasts. Viðfangsefnið er einungis og alfarið efni tillagna stjórnlagaráðs auk fimm álitamála í því sambandi.Mörgu er ranglega haldið fram um hvað felst í tillögum ráðsins: n Í tillögunum er ekki kveðið á um inngöngu í Evrópusambandið. Þvert á móti eru þar ákvæði sem tryggja að slík ákvörðun verður aðeins tekin af þjóðinni sjálfri í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. n Það er ekki verið að vega að landsbyggðinni með því mannréttindaákvæði að allir hafi jafnan atkvæðisrétt. Þvert á móti eru settir varnaglar í kosningakerfið til að tryggja landsbyggðinni eðlilega tölu fulltrúa á þingi. Um leið er í fyrsta sinn kveðið á um að ákvarðanir skuli eftir föngum teknar í heimabyggð. n Það er ekki verið að gera atlögu að flokkunum með persónukjörstillögum ráðsins. Flokkarnir eiga og munu eftir sem áður vera máttarstólpar lýðræðisins m.a. með því að tilnefna þá frambjóðendur sem kjósendum bjóðast. n Það er ekki verið að rýra þingræðið enda þótt þjóðin sjálf fái aukin tækifæri til að grípa inn í lagasetninguna. Þvert á móti eru ákvæði sem efla Alþingi til mótvægis við framkvæmdarvaldið. n Það er ekki verið að bylta uppbyggingu samfélagsins. Þvert á móti eru stoðir þess styrktar með skýrari skiptingu valdþáttanna. n Það er ekki verið að koma á forsetaræði að franskri eða amerískri mynd. Þvert á móti er vald forsetans og verksvið hans afmarkað með skýrum hætti og honum falið eftirlits- og aðhaldshlutverk, að vera öryggisventill ef í óefni stefnir. En vissulega veldur hver á heldur. n Það er ekki verið að koma á ríkisrekstri í sjávarútvegi, eins og heyrst hefur. Þvert á móti er frelsi til athafna óskert að virtum sanngjörnum reglum. n Það er ekki verið að leggja þjóðkirkjuna niður, hvað þá að víkja frá kristnum grunngildum. Þvert á móti eru sjónarmið miskunnsama Samverjans leiðarljós í bættum ákvæðum um félagsleg mannréttindi. Fyrsta og um leið meginspurningin á atkvæðaseðlinum á laugardaginn er sú hvort leggja skuli tillögur ráðsins til „grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Já við þessari grunnspurningu felur ekki í sér samþykkt á endanlegri gerð nýrrar stjórnarkrár. En jáyrði vísar Alþingi veginn um framhaldið. Þingið verður í kjölfarið að bregðast við niðurstöðunum um álitamálin fimm, við áliti lögfræðingahóps um nauðsynlegar lagfæringar en líka við þeim ábendingum öðrum sem fram hafa komið og til bóta horfa. Jáyrði við meginspurningunni felur ekki í sér kröfu um að Alþingi breyti engu í tillögum stjórnlagaráðs heldur þvert á móti áskorun um að vinna málið áfram á uppbyggjandi hátt, en á „grundvelli“ tillagnanna. Að þessu sögðu mæli ég með eftirfarandi hrinu svara við spurningunum sex:Já – Já – Nei – Já – Já – Já. En umfram allt, tökum þátt í mótun samfélagssáttmálans og skundum á kjörstað 20. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan laugardaginn 20. október snýst um sjálfa stjórnarskrána, grunnlög landsins. Með góðri þátttöku veita kjósendur Alþingi trausta leiðsögn um hvert stefna skuli í stjórnarskrármálinu. Atkvæðagreiðslan snýst um tillögur stjórnlagaráðs um gagngerar endurbætur á stjórnarskrá lýðveldisins, EKKI um neitt annað: n Hún snýst ekki um það hvort ríkisstjórnin sé góð eða slæm. n Hún er hvorki til að þóknast Jóhönnu né til að storka forsetanum, eða öfugt. n Hún er ekki tæki til að mæla fylgi stjórnmálaflokkanna, til þess gefst tækifæri í vor. n Hún snýst ekki um það hvort Evrópusambandið sé friðarbandalag eða ekki. n Hún er ekki tilefni til að ergja sig yfir því sem er á undan gengið, hvort sem er ógilding stjórnlagaþingskosningarinnar eða málsmeðferðin á Alþingi. n Hún snýst ekki um persónur þeirra sem sátu í stjórnlagaráði; þeim hvorki til lofs né lasts. Viðfangsefnið er einungis og alfarið efni tillagna stjórnlagaráðs auk fimm álitamála í því sambandi.Mörgu er ranglega haldið fram um hvað felst í tillögum ráðsins: n Í tillögunum er ekki kveðið á um inngöngu í Evrópusambandið. Þvert á móti eru þar ákvæði sem tryggja að slík ákvörðun verður aðeins tekin af þjóðinni sjálfri í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. n Það er ekki verið að vega að landsbyggðinni með því mannréttindaákvæði að allir hafi jafnan atkvæðisrétt. Þvert á móti eru settir varnaglar í kosningakerfið til að tryggja landsbyggðinni eðlilega tölu fulltrúa á þingi. Um leið er í fyrsta sinn kveðið á um að ákvarðanir skuli eftir föngum teknar í heimabyggð. n Það er ekki verið að gera atlögu að flokkunum með persónukjörstillögum ráðsins. Flokkarnir eiga og munu eftir sem áður vera máttarstólpar lýðræðisins m.a. með því að tilnefna þá frambjóðendur sem kjósendum bjóðast. n Það er ekki verið að rýra þingræðið enda þótt þjóðin sjálf fái aukin tækifæri til að grípa inn í lagasetninguna. Þvert á móti eru ákvæði sem efla Alþingi til mótvægis við framkvæmdarvaldið. n Það er ekki verið að bylta uppbyggingu samfélagsins. Þvert á móti eru stoðir þess styrktar með skýrari skiptingu valdþáttanna. n Það er ekki verið að koma á forsetaræði að franskri eða amerískri mynd. Þvert á móti er vald forsetans og verksvið hans afmarkað með skýrum hætti og honum falið eftirlits- og aðhaldshlutverk, að vera öryggisventill ef í óefni stefnir. En vissulega veldur hver á heldur. n Það er ekki verið að koma á ríkisrekstri í sjávarútvegi, eins og heyrst hefur. Þvert á móti er frelsi til athafna óskert að virtum sanngjörnum reglum. n Það er ekki verið að leggja þjóðkirkjuna niður, hvað þá að víkja frá kristnum grunngildum. Þvert á móti eru sjónarmið miskunnsama Samverjans leiðarljós í bættum ákvæðum um félagsleg mannréttindi. Fyrsta og um leið meginspurningin á atkvæðaseðlinum á laugardaginn er sú hvort leggja skuli tillögur ráðsins til „grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Já við þessari grunnspurningu felur ekki í sér samþykkt á endanlegri gerð nýrrar stjórnarkrár. En jáyrði vísar Alþingi veginn um framhaldið. Þingið verður í kjölfarið að bregðast við niðurstöðunum um álitamálin fimm, við áliti lögfræðingahóps um nauðsynlegar lagfæringar en líka við þeim ábendingum öðrum sem fram hafa komið og til bóta horfa. Jáyrði við meginspurningunni felur ekki í sér kröfu um að Alþingi breyti engu í tillögum stjórnlagaráðs heldur þvert á móti áskorun um að vinna málið áfram á uppbyggjandi hátt, en á „grundvelli“ tillagnanna. Að þessu sögðu mæli ég með eftirfarandi hrinu svara við spurningunum sex:Já – Já – Nei – Já – Já – Já. En umfram allt, tökum þátt í mótun samfélagssáttmálans og skundum á kjörstað 20. október.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar