Lars Lagerbäck: Urðum of bjartsýnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 07:00 Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki Alfreðs sem innsiglaði sigurinn á Noregi. Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira