Evrópusambandið fær friðarverðlaun Guðsteinn skrifar 13. október 2012 06:00 Jose Manuel Barroso og Atle Leikvoll Forseti framkvæmdastjórnar ESB tekur við blómvendi frá sendiherra Noregs í Belgíu.nordicphotos/AFP Norska Nóbelsnefndin ætlar að veita Evrópusambandinu (ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í sex áratugi. „Evrópusambandið á nú um stundir í alvarlegum efnahagslegum erfiðleikum með umtalsverðri félagslegri ólgu,“ segir í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar: „Norska Nóbelsnefndin vill beina athyglinni að því sem hún telur mikilvægasta árangur Evrópusambandsins: Hinni árangursríku baráttu fyrir friði og sáttum og fyrir lýðræði og mannréttindum.“ ESB varð til úr umróti eftirstríðsáranna og hefur, að sögn nefndarinnar, sýnt fram á að gamlir óvinir geta orðið nánir samstarfsaðilar með því að byggja smám saman upp gagnkvæmt traust. „Við erum öll mjög stolt af því að hafa fengið þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og tók fram að með því að segja „við“ ætti hann „ekki aðeins við Evrópuleiðtoga heldur alla evrópska ríkisborgara, bæði af þessari kynslóð og fyrri kynslóðum.“ Andstæðingar ESB furðuðu sig á þessari ákvörðun nefndarinnar. „Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar stjórnin í Brussel og öll Evrópa er að hrynja í eymd sinni. Hvað næst? Óskarsverðlaun handa Van Rompuy?“ spurði til dæmis hollenski þingmaðurinn Geert Wilders, sem barist hefur ákaft gegn ESB. Efnahagserfiðleikar ESB síðustu misserin og órói almennings vegna þeirra virðist reyndar hafa átt sinn þátt í því að norska Nóbelsnefndin tók þessa ákvörðun.„Ef evran liðast í sundur trúi ég að innri markaðurinn fari einnig að liðast í sundur. Og þá fáum við augljóslega nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“ segir Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. „Við erum ekki með skoðun á því hvernig eigi að leysa þessi vandamál, en við sendum mjög sterk skilaboð um að við eigum að vera okkur þess meðvituð hvernig við fengum þessa Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.“ Nóbelsverðlaun Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin ætlar að veita Evrópusambandinu (ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í sex áratugi. „Evrópusambandið á nú um stundir í alvarlegum efnahagslegum erfiðleikum með umtalsverðri félagslegri ólgu,“ segir í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar: „Norska Nóbelsnefndin vill beina athyglinni að því sem hún telur mikilvægasta árangur Evrópusambandsins: Hinni árangursríku baráttu fyrir friði og sáttum og fyrir lýðræði og mannréttindum.“ ESB varð til úr umróti eftirstríðsáranna og hefur, að sögn nefndarinnar, sýnt fram á að gamlir óvinir geta orðið nánir samstarfsaðilar með því að byggja smám saman upp gagnkvæmt traust. „Við erum öll mjög stolt af því að hafa fengið þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og tók fram að með því að segja „við“ ætti hann „ekki aðeins við Evrópuleiðtoga heldur alla evrópska ríkisborgara, bæði af þessari kynslóð og fyrri kynslóðum.“ Andstæðingar ESB furðuðu sig á þessari ákvörðun nefndarinnar. „Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar stjórnin í Brussel og öll Evrópa er að hrynja í eymd sinni. Hvað næst? Óskarsverðlaun handa Van Rompuy?“ spurði til dæmis hollenski þingmaðurinn Geert Wilders, sem barist hefur ákaft gegn ESB. Efnahagserfiðleikar ESB síðustu misserin og órói almennings vegna þeirra virðist reyndar hafa átt sinn þátt í því að norska Nóbelsnefndin tók þessa ákvörðun.„Ef evran liðast í sundur trúi ég að innri markaðurinn fari einnig að liðast í sundur. Og þá fáum við augljóslega nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“ segir Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. „Við erum ekki með skoðun á því hvernig eigi að leysa þessi vandamál, en við sendum mjög sterk skilaboð um að við eigum að vera okkur þess meðvituð hvernig við fengum þessa Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.“
Nóbelsverðlaun Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira