Hvað er í húfi 20. október? Skúli Helgason skrifar 10. október 2012 00:00 Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun