Milljarðastríð um Bakkavör 28. september 2012 08:15 Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á meðal þeirra sem hafa selt þeim hluti eru þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Bræðurnir buðu fyrst um 70 aura í hverja nafnverðskrónu en bjóðast nú til þess að kaupa á yfir eina krónu. Innra virði félagsins miðað við eigið fé er 20 milljarðar. Á hluthafafundi Bakkavarar Group í gær var samþykkt að slíta íslenska félaginu en kröfuhafar eignast á móti hlut í nýju bresku móðurfélagi samstæðunnar. Á aðalfundi Bakkavarar í maí var samþykkt að leyfa bræðrunum að kaupa fjórðungshlut í félaginu á um fjóra milljarða. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðilar á þeirra vegum hafi síðan reynt að kaupa út aðra hluthafa. Hefur þeim orðið nokkuð ágengt og eiga nú ríflega 30% hlut í félaginu. Greint hefur verið frá því að félög í eigu bræðranna, Korkur Invest og BV Finance, hafi undanfarið komið með umtalsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þannig greindi Morgunblaðið frá því í gær að bræðurnir hefðu komið með 463 milljónir til landsins í júlí og þá gaf Korkur Invest út 1,5 milljarða skuldabréf í maí eftir að hafa nýtt sér fjárfestingarleiðina. Fjárfestingarleiðin er liður í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta en með henni er fjárfestum gefinn kostur á að kaupa krónur fyrir erlendan gjaldeyri með um 20% afslætti. Stærsti einstaki hluthafi Bakkavarar nú er Arion banki með 34% hlut. Þá á Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7% og Gildi lífeyrissjóður um 5%. Þessir aðilar hafa staðið gegn því að bræðurnir eignist meirihluta í félaginu. Vill hópurinn frekar ræða við erlenda aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluti á allt að 1,5 krónur á hlut. Þær þreifingar eru þó á frumstigi.- þsj / mþl Fréttir Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, hafa varið um sex milljörðum króna í kaup á hlutum í Bakkavör af íslenskum aðilum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á meðal þeirra sem hafa selt þeim hluti eru þrotabú Glitnis og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Bræðurnir buðu fyrst um 70 aura í hverja nafnverðskrónu en bjóðast nú til þess að kaupa á yfir eina krónu. Innra virði félagsins miðað við eigið fé er 20 milljarðar. Á hluthafafundi Bakkavarar Group í gær var samþykkt að slíta íslenska félaginu en kröfuhafar eignast á móti hlut í nýju bresku móðurfélagi samstæðunnar. Á aðalfundi Bakkavarar í maí var samþykkt að leyfa bræðrunum að kaupa fjórðungshlut í félaginu á um fjóra milljarða. Heimildir Fréttablaðsins herma að aðilar á þeirra vegum hafi síðan reynt að kaupa út aðra hluthafa. Hefur þeim orðið nokkuð ágengt og eiga nú ríflega 30% hlut í félaginu. Greint hefur verið frá því að félög í eigu bræðranna, Korkur Invest og BV Finance, hafi undanfarið komið með umtalsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans. Þannig greindi Morgunblaðið frá því í gær að bræðurnir hefðu komið með 463 milljónir til landsins í júlí og þá gaf Korkur Invest út 1,5 milljarða skuldabréf í maí eftir að hafa nýtt sér fjárfestingarleiðina. Fjárfestingarleiðin er liður í áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta en með henni er fjárfestum gefinn kostur á að kaupa krónur fyrir erlendan gjaldeyri með um 20% afslætti. Stærsti einstaki hluthafi Bakkavarar nú er Arion banki með 34% hlut. Þá á Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7% og Gildi lífeyrissjóður um 5%. Þessir aðilar hafa staðið gegn því að bræðurnir eignist meirihluta í félaginu. Vill hópurinn frekar ræða við erlenda aðila sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hluti á allt að 1,5 krónur á hlut. Þær þreifingar eru þó á frumstigi.- þsj / mþl
Fréttir Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira