Friedman og niðurgreiðslur Guðmundur Edgarsson skrifar 27. september 2012 06:00 Ýmsir hafa hnýtt í mig vegna greinar minnar um Milton Friedman sem birtist í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Því vil ég útskýra nánar um hvað sú grein snerist. Í greininni lýsti ég í megindráttum hvernig Friedman greindi ráðstöfun peninga í eftirfarandi fjórar leiðir: (1) að eyða eigin peningum í sjálfan sig, (2) eigin peningum í aðra, (3) annarra peningum í sjálfan sig og (4) annarra peningum í aðra. Fyrir Friedman vakti aðallega að bera saman þann eðlismun sem er á leiðum (1) og (4). Kosturinn við leið (1) að mati Friedmans er að samkvæmt henni getur þú nýtt peningana í það sem þér hentar en að auki ertu líklegri en ella til að fara vel með þá því þú aflaðir þeirra sjálfur. Í grunnatriðum lýsir þessi leið markaðsbúskap því helsta einkenni frjáls markaðar er jú að viðskipti eru sem minnst miðstýrð með boðum, bönnum og sköttum. Neytandinn metur sjálfur hvað er mikilvægt og gagnlegt fyrir hann en ekki ríkið. Ef þú vilt kaupa þér kók, þá kaupir þú þér kók en ekki bók þótt einhverjir aðrir telji að bók geri þér meira gagn en kók. Leið (4) taldi Friedman hins vegar einkenna ríkisbúskap því undir slíku kerfi fá pólitíkusar pening frá öðrum, þ.e. skattgreiðendum, og ráðstafa þeim svo til baka í formi ýmissa verkefna sem í mörgum tilfellum nýtast bara sumum, illa öðrum og enn öðrum ekki neitt. Samt borga allir. Friedman taldi engu að síður að í sumum tilfellum þyrfti, a.m.k. að hluta, að fara leið (4) til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem markaðsbrestur verður, t.d. á vissum sviðum samgangna (erfitt að rukka fyrir notkun á hverjum vegarspotta), grunnmenntunar (erfitt að reka þjóðfélag nema fólk kunni að lesa, skrifa og reikna) og velferðaraðstoðar (öryggisnet fyrir fólk sem getur ekki séð fyrir sér). Þá taldi Friedman að óhjákvæmilegt væri að ríkið sæi að mestu leyti um réttarkerfið, löggæslu og landvarnir (Friedman var þó eindreginn andstæðingur herskyldu). Hvað önnur svið varðar átti frjáls markaður að mestu leyti að sjá um þau að mati Friedmans. Því nefndi ég í grein minni Ríkissjónvarpið því enginn getur haldið því fram með rökum að sú þjónusta hafi á nokkurn hátt með grunnþarfir þjóðfélags eða nauðsynlega samhjálp að gera. Þvert á móti, fólk með litlar tekjur myndi líklega frekar vilja verja fé sínu í annað og mikilvægara heldur en ríkisdrifið sjónvarpsgláp, t.d. til að kaupa hollari mat handa börnum sínum eða styrkja Kvennaathvarfið. Nefna má ótal dæmi um fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins sem fólk er nauðbeygt til að greiða fyrir í gegnum skatta. Áður hef ég nefnt leikhús (hví eru leikhús niðurgreidd en ekki bíó?) en í sömu andrá má nefna ríkisrekna hljómsveit (hví er sinfóníuhljómsveit niðurgreidd en ekki t.d. einhver rokkhljómsveit?) að ógleymdri Hörpunni, einhverju grátlegasta dæmi um misnotkun á almannafé sem Íslandssagan hefur að geyma. Einnig má nefna sendiráðin í þessu samhengi. Þurfum við öll þessi sendiráð? Og í sambandi við kókina og bókina má spyrja hvort eðlilegt sé að niðurgreiða allar þessar bókaleigur sem kallast bókasöfn frekar en aðrar leigur, t.d. myndbandaleigur eða verkfæraleigur. Nánast í hverjum mánuði er stofnað til nýrra útgjalda á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Gildir þá einu hvort einhverjir peningar séu til í sjóðum eða ekki. Nýjasta dæmið um bruðl hins opinbera á almannafé er innrás Strætó bs. á ferðamannamarkaðinn. Skyndilega ákveður þetta opinbera fyrirtæki að fara í samkeppni við rútufyrirtæki á frjálsum markaði og bjóða niðurgreiddar ferðir á milli landshluta, t.d. á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er nema von að fólk spyrji eins og Vefþjóðviljinn gerði á dögunum, þ.e. hvort „einhver skattgreiðandi í landinu [hafi] heyrt þó ekki væri nema einn sveitarstjórnarmann efast um að rétt sé að skattleggja vinnandi fólk í landinu til þess að halda uppi strætisvagnaferðum fimm hundruð kílómetra leið út úr bænum?" Í anda Friedmans vil ég taka undir með Vefþjóðviljanum og bæta við að stjórnmálamenn, sem haga sér með þeim hætti sem dæmið um Strætó bs. sýnir, kunna ekki að fara með peninga, sér í lagi annarra manna peninga. Því endurtek ég efnislega lokaorð mín úr síðustu grein, að brýnt sé að slíkir stjórnmálamenn fái ekki brautargengi í næstu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa hnýtt í mig vegna greinar minnar um Milton Friedman sem birtist í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Því vil ég útskýra nánar um hvað sú grein snerist. Í greininni lýsti ég í megindráttum hvernig Friedman greindi ráðstöfun peninga í eftirfarandi fjórar leiðir: (1) að eyða eigin peningum í sjálfan sig, (2) eigin peningum í aðra, (3) annarra peningum í sjálfan sig og (4) annarra peningum í aðra. Fyrir Friedman vakti aðallega að bera saman þann eðlismun sem er á leiðum (1) og (4). Kosturinn við leið (1) að mati Friedmans er að samkvæmt henni getur þú nýtt peningana í það sem þér hentar en að auki ertu líklegri en ella til að fara vel með þá því þú aflaðir þeirra sjálfur. Í grunnatriðum lýsir þessi leið markaðsbúskap því helsta einkenni frjáls markaðar er jú að viðskipti eru sem minnst miðstýrð með boðum, bönnum og sköttum. Neytandinn metur sjálfur hvað er mikilvægt og gagnlegt fyrir hann en ekki ríkið. Ef þú vilt kaupa þér kók, þá kaupir þú þér kók en ekki bók þótt einhverjir aðrir telji að bók geri þér meira gagn en kók. Leið (4) taldi Friedman hins vegar einkenna ríkisbúskap því undir slíku kerfi fá pólitíkusar pening frá öðrum, þ.e. skattgreiðendum, og ráðstafa þeim svo til baka í formi ýmissa verkefna sem í mörgum tilfellum nýtast bara sumum, illa öðrum og enn öðrum ekki neitt. Samt borga allir. Friedman taldi engu að síður að í sumum tilfellum þyrfti, a.m.k. að hluta, að fara leið (4) til að halda uppi nauðsynlegri þjónustu þar sem markaðsbrestur verður, t.d. á vissum sviðum samgangna (erfitt að rukka fyrir notkun á hverjum vegarspotta), grunnmenntunar (erfitt að reka þjóðfélag nema fólk kunni að lesa, skrifa og reikna) og velferðaraðstoðar (öryggisnet fyrir fólk sem getur ekki séð fyrir sér). Þá taldi Friedman að óhjákvæmilegt væri að ríkið sæi að mestu leyti um réttarkerfið, löggæslu og landvarnir (Friedman var þó eindreginn andstæðingur herskyldu). Hvað önnur svið varðar átti frjáls markaður að mestu leyti að sjá um þau að mati Friedmans. Því nefndi ég í grein minni Ríkissjónvarpið því enginn getur haldið því fram með rökum að sú þjónusta hafi á nokkurn hátt með grunnþarfir þjóðfélags eða nauðsynlega samhjálp að gera. Þvert á móti, fólk með litlar tekjur myndi líklega frekar vilja verja fé sínu í annað og mikilvægara heldur en ríkisdrifið sjónvarpsgláp, t.d. til að kaupa hollari mat handa börnum sínum eða styrkja Kvennaathvarfið. Nefna má ótal dæmi um fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins sem fólk er nauðbeygt til að greiða fyrir í gegnum skatta. Áður hef ég nefnt leikhús (hví eru leikhús niðurgreidd en ekki bíó?) en í sömu andrá má nefna ríkisrekna hljómsveit (hví er sinfóníuhljómsveit niðurgreidd en ekki t.d. einhver rokkhljómsveit?) að ógleymdri Hörpunni, einhverju grátlegasta dæmi um misnotkun á almannafé sem Íslandssagan hefur að geyma. Einnig má nefna sendiráðin í þessu samhengi. Þurfum við öll þessi sendiráð? Og í sambandi við kókina og bókina má spyrja hvort eðlilegt sé að niðurgreiða allar þessar bókaleigur sem kallast bókasöfn frekar en aðrar leigur, t.d. myndbandaleigur eða verkfæraleigur. Nánast í hverjum mánuði er stofnað til nýrra útgjalda á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Gildir þá einu hvort einhverjir peningar séu til í sjóðum eða ekki. Nýjasta dæmið um bruðl hins opinbera á almannafé er innrás Strætó bs. á ferðamannamarkaðinn. Skyndilega ákveður þetta opinbera fyrirtæki að fara í samkeppni við rútufyrirtæki á frjálsum markaði og bjóða niðurgreiddar ferðir á milli landshluta, t.d. á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er nema von að fólk spyrji eins og Vefþjóðviljinn gerði á dögunum, þ.e. hvort „einhver skattgreiðandi í landinu [hafi] heyrt þó ekki væri nema einn sveitarstjórnarmann efast um að rétt sé að skattleggja vinnandi fólk í landinu til þess að halda uppi strætisvagnaferðum fimm hundruð kílómetra leið út úr bænum?" Í anda Friedmans vil ég taka undir með Vefþjóðviljanum og bæta við að stjórnmálamenn, sem haga sér með þeim hætti sem dæmið um Strætó bs. sýnir, kunna ekki að fara með peninga, sér í lagi annarra manna peninga. Því endurtek ég efnislega lokaorð mín úr síðustu grein, að brýnt sé að slíkir stjórnmálamenn fái ekki brautargengi í næstu kosningum.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun