

Baráttan gegn atvinnuleysi er flókið samspil
Því verður varla með orðum lýst hversu mikilvægt það er að ná tökum á atvinnuleysinu enda ekkert samfélagslegt vandamál sem er stærra en mikið og langvarandi atvinnuleysi. Bæði vegur það alvarlega að allri afkomu þjóðarbúsins og möguleikum þess til að halda uppi mannsæmandi heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfi, auk þess dregur það einnig máttinn úr einstaklingunum, lítilsvirðir menntun og framtíðarsýn unga fólksins og vegur að undirstöðum heilbrigðs samfélagsástands. Evrópa öll glímir við vaxandi atvinnuleysi og Suður-Evrópuríkin allra mest. Dæmin þaðan sýna að órói, tortryggni og vantrú einstaklinganna gagnvart kjörnum stjórnvöldum, sem ráða ekki við þróun efnahagsmála eða sýna ekki aðgerðir til að spyrna við fæti, fer vaxandi.
Við aðstæður sem þessar er afar brýnt að stjórnvöld og hagsmunasamtök fyrirtækja og launafólks sameinist um aðgerðir sem a.m.k. hafi líknandi áhrif á það ástand sem varir, þar sem lækningin felst vitaskuld í engu öðru en öflugu atvinnulífi. Mikilvægt er að líta til reynslu nágrannaríkjanna í þessum efnum og leggja mat á hvað hefur borið árangur og hvað ekki. Slíkur samanburður leiðir í ljós að öflugt framboð vinnumarkaðsúrræða með einstaklingsbundinni nálgun skilar allra bestum árangri í baráttunni gegn atvinnuleysinu. Í Skandinavíu, Þýskalandi, Hollandi, og Austurríki er atvinnuleysið minnst meðal Evrópuríkja. Öll þessi lönd hafa þróað með sér tiltölulega öflugt tryggingakerfi til að mæta framfærsluþörf þeirra sem atvinnulausir eru en halda líka uppi víðfeðmu framboði af vinnumarkaðsúrræðum sem einstaklingum sem eru í atvinnuleit ber að taka þátt í. Þessu er ekki eins til að dreifa í Suður-Evrópuríkjunum.
Á Íslandi hafa menn borið gæfu til að fara þessa braut og Vinnumálastofnun hefur verið máttarstólpinn í að innleiða aðgerðir eins og Nám er vinnandi vegur til að örva atvinnuleitendur til frekara náms og Vinnandi vegur sem skapað hafa a.m.k. tímabundin störf fyrir stóran hluta þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá. Þetta er gífurlega mikilvægt og líklega mikilvægara en fólk gerir sér grein fyrir við fyrstu sýn.
Líta verður til margra þátta þegar aðgerðir af þessu tagi eru skipulagðar til þess að þær taki á sem flestum þáttum sem örva einstaklingana til atvinnuleitar. Langvarandi atvinnuleysi dregur úr getu og vinnuhæfni einstaklinganna, bótagreiðslur geta dregið úr hvatningu og tækifærin til breytinga eru ekki fyrir hendi. Stefna sem leiðir til virkari atvinnuleitar og þátttöku á vinnumarkaðnum þarf m.a. að fela í sér eftirfarandi þætti: skilvirka vinnumiðlun og atvinnuleit, þjálfunartækifæri og starfsendurhæfingu, mat á heilsufarsástandi, stuðning við fyrirtæki sem eru þátttakendur í vinnumarkaðsúrræðum – ýmist beinan eða gegnum skattaívilnanir, mat á áhrifum af löngum bótatímabilum frá opinberum framfærslukerfum og stuðning við eigin atvinnusköpun eða útfærslu viðskiptahugmynda.
Það er ekki nóg að líta til eins þáttar og treysta því og trúa að það muni skila árangri – samspilið er miklu flóknara en svo. Ef allir þessir þættir eru hafðir í huga, er hægt að nálgast betur einstaklingana á þeirra eigin forsendum. Það er samdóma álit við mat á vinnumarkaðsúrræðum í Evrópuríkjunum, að það skiptir mestu máli.
Langtímaárangur í baráttunni gegn atvinnuleysi byggist á því að atvinnulífið í landinu rétti úr kútnum og skapi raunveruleg framtíðarstörf. Vinnumarkaðsúrræði hafa það markmið að viðhalda hæfni og getu þeirra einstaklinga sem misst hafa vinnuna til þess að vera til reiðu og tilbúnir þegar kallið kemur frá atvinnulífinu. Aðeins þá hefur atvinnuleysið minnkað þegar þessi störf verða til og fólk er reiðubúið til að sinna þeim. Jafn gríðarlega mikilvæg og þau tímabundnu störf eru sem verða til með vinnumarkaðsúrræðum þá er það jafnhættulegt að trúa því að þau séu lausnin á atvinnuleysinu og að miða stjórnsýslu og fjárlagaákvarðanir út frá því að sú sé raunin.
Starfsfólk Vinnumálastofnunar hefur staðið vaktina undir miklu álagi og er farið að sjá árangur erfiðisins. Starfinu er sannarlega ekki lokið og enn mikið verk fram undan meðan þúsundir manna eru enn atvinnulausar. Stofnunin er eina sérfræðistofnun landsins í náms- og starfsráðgjöf fyrir atvinnulausa, miðlun starfa og skipulagningu vinnumarkaðsúrræða og sem slík ómetanlegt verkfæri stjórnvalda í innleiðingu ákvarðana sinna. Það ættu þau að hafa vel í huga.
Skoðun

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar