Fjármál sveitarfélaga Halldór Halldórsson skrifar 26. september 2012 06:00 Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna. Ráðstefnan er haldin fyrr að haustinu en áður var vegna þess að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru unnar og samþykktar fyrr og fjárlög ríkisins eru lögð fram fyrr en venjan var. Að þessu sinni verður Fjármálaráðstefnan í Hörpu 27. og 28. september nk. Að venju verður umræða um samskipti stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum lýst yfir ánægju með mikil samskipti við ríkisvaldið en því miður hafa þau samskipti ekki alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu sem við teldum æskilegasta. Þá vilja samskiptin gleymast af og til ríkismegin við borðið og gætir þess verulega núna við framlagningu fjárlaga fyrir árið 2013. Þrátt fyrir umræðu um erfiðleika í rekstri sveitarfélaga og oft á tíðum miklar upphrópanir í þeirri umræðu þá er ljóst að reksturinn hefur batnað jafnt og þétt frá efnahagshruninu haustið 2008. Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2011 eru teknir saman í Árbók sveitarfélaga sem kemur út á Fjármálaráðstefnunni. Samanburður á milli ára sýnir aukningu veltufjár frá rekstri og lækkun skulda og skuldbindinga í hlutfalli við tekjur. Eins og mörgum er kunnugt hefur það markmið verið sett að skuldir sveitarfélaga eigi að vera innan við 150% af tekjum þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná þessu markmiði nýrra sveitarstjórnarlaga. Þegar allir sveitarsjóðir landsins (A hluti) eru teknir saman er ljóst að skuldir og skuldbindingar eru 135% af tekjum eða innan við þetta markmið. Sama gildir ekki um fyrirtæki sveitarfélaga (B hluti) en þar eru skuldir og skuldbindingar 231% af tekjum. Þarna vega þyngst miklar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru staðbundin vandamál hjá ákveðnum sveitarfélögum þó mörg þeirra hafi náð töluverðum árangri í sínum rekstri. Það er ánægjulegt og traustvekjandi að sjá að sveitarsjóðir landsins í heild standa alveg þokkalega og áreiðanlega mun betur en almenningur gæti haldið miðað við umræðuna. Þess ber jafnframt að geta að sveitarfélögin færa allar sínar skuldir og skuldbindingar í ársreikninga. Nokkuð sem ríkissjóður gæti lært af sveitarfélögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna. Ráðstefnan er haldin fyrr að haustinu en áður var vegna þess að fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru unnar og samþykktar fyrr og fjárlög ríkisins eru lögð fram fyrr en venjan var. Að þessu sinni verður Fjármálaráðstefnan í Hörpu 27. og 28. september nk. Að venju verður umræða um samskipti stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga. Við hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga höfum lýst yfir ánægju með mikil samskipti við ríkisvaldið en því miður hafa þau samskipti ekki alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu sem við teldum æskilegasta. Þá vilja samskiptin gleymast af og til ríkismegin við borðið og gætir þess verulega núna við framlagningu fjárlaga fyrir árið 2013. Þrátt fyrir umræðu um erfiðleika í rekstri sveitarfélaga og oft á tíðum miklar upphrópanir í þeirri umræðu þá er ljóst að reksturinn hefur batnað jafnt og þétt frá efnahagshruninu haustið 2008. Ársreikningar sveitarfélaga fyrir árið 2011 eru teknir saman í Árbók sveitarfélaga sem kemur út á Fjármálaráðstefnunni. Samanburður á milli ára sýnir aukningu veltufjár frá rekstri og lækkun skulda og skuldbindinga í hlutfalli við tekjur. Eins og mörgum er kunnugt hefur það markmið verið sett að skuldir sveitarfélaga eigi að vera innan við 150% af tekjum þeirra. Sveitarfélögin hafa tíu ár til að ná þessu markmiði nýrra sveitarstjórnarlaga. Þegar allir sveitarsjóðir landsins (A hluti) eru teknir saman er ljóst að skuldir og skuldbindingar eru 135% af tekjum eða innan við þetta markmið. Sama gildir ekki um fyrirtæki sveitarfélaga (B hluti) en þar eru skuldir og skuldbindingar 231% af tekjum. Þarna vega þyngst miklar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru staðbundin vandamál hjá ákveðnum sveitarfélögum þó mörg þeirra hafi náð töluverðum árangri í sínum rekstri. Það er ánægjulegt og traustvekjandi að sjá að sveitarsjóðir landsins í heild standa alveg þokkalega og áreiðanlega mun betur en almenningur gæti haldið miðað við umræðuna. Þess ber jafnframt að geta að sveitarfélögin færa allar sínar skuldir og skuldbindingar í ársreikninga. Nokkuð sem ríkissjóður gæti lært af sveitarfélögum.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar