Össur fastur í ESB-horninu Björn Bjarnason skrifar 26. september 2012 05:00 Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til „let them deny it"-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga sína röngum sökum í von um að rangfærslan lifi en ekki hitt sem er satt og rétt. Össur Skarphéðinsson er stjórnmálamaður í horni, ESB-horni. Hann reynir að brjótast úr því í Fréttablaðinu þriðjudaginn 25. september og segir mig vilja taka upp evru. Fyrir þessari fullyrðingu utanríkisráðherra eru engin rök frekar en svo mörgu sem hann segir til að fegra ESB-málstað sinn. Eftir að við sátum saman í Evrópunefnd sem lauk störfum í mars 2007 hef ég sannfærst um að ESB hafi lögheimild til að gera tvíhliða samning um evru-samstarf við ríki utan ESB og samningsstaða Íslands sem evru-ríkis sé lögfræðilega sterk. Nefni ég sem pólitískt fordæmi tvíhliða Prümsamning Íslands við ESB á grundvelli Schengensamstarfsins. Á tvíhliða evru-lausn hefur aldrei verið látið reyna af Íslands hálfu. Það háir mjög umræðum við ESB-aðildarsinna að þeir loka augunum fyrir öllu öðru en aðild. Sést æ betur hve hættulegt er að fela slíkum mönnum forystu í viðræðum um aðild að ESB. Allur vafi er túlkaður ESB í vil, íslenskir hagsmunir eru settir í annað eða þriðja sæti. Ég hef aldrei lýst stuðningi við upptöku evru en sagst tilbúinn að vega og meta hagfræðilegar röksemdir. Við hagfræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á prófinu. Það er argasta blekking að ég styðji upptöku hennar. Össur Skarphéðinsson veit betur en birtist í grein hans. Vilji hann aðstoð mína við að komast úr ESB-horninu verður hann að segja satt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Skoðanir Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til „let them deny it"-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga sína röngum sökum í von um að rangfærslan lifi en ekki hitt sem er satt og rétt. Össur Skarphéðinsson er stjórnmálamaður í horni, ESB-horni. Hann reynir að brjótast úr því í Fréttablaðinu þriðjudaginn 25. september og segir mig vilja taka upp evru. Fyrir þessari fullyrðingu utanríkisráðherra eru engin rök frekar en svo mörgu sem hann segir til að fegra ESB-málstað sinn. Eftir að við sátum saman í Evrópunefnd sem lauk störfum í mars 2007 hef ég sannfærst um að ESB hafi lögheimild til að gera tvíhliða samning um evru-samstarf við ríki utan ESB og samningsstaða Íslands sem evru-ríkis sé lögfræðilega sterk. Nefni ég sem pólitískt fordæmi tvíhliða Prümsamning Íslands við ESB á grundvelli Schengensamstarfsins. Á tvíhliða evru-lausn hefur aldrei verið látið reyna af Íslands hálfu. Það háir mjög umræðum við ESB-aðildarsinna að þeir loka augunum fyrir öllu öðru en aðild. Sést æ betur hve hættulegt er að fela slíkum mönnum forystu í viðræðum um aðild að ESB. Allur vafi er túlkaður ESB í vil, íslenskir hagsmunir eru settir í annað eða þriðja sæti. Ég hef aldrei lýst stuðningi við upptöku evru en sagst tilbúinn að vega og meta hagfræðilegar röksemdir. Við hagfræðilegt mat á gildi evrunnar stöndum við betur að vígi nú en 2007. Evran hefur fallið á prófinu. Það er argasta blekking að ég styðji upptöku hennar. Össur Skarphéðinsson veit betur en birtist í grein hans. Vilji hann aðstoð mína við að komast úr ESB-horninu verður hann að segja satt.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar