Framfaraspor fyrir grunnrannsóknir og tækniþróun Þórarinn Guðjónsson skrifar 25. september 2012 06:00 Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun