Framfaraspor fyrir grunnrannsóknir og tækniþróun Þórarinn Guðjónsson skrifar 25. september 2012 06:00 Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti vorið 2010 framsýna stefnu Vísinda- og Tækniráðs 2010-2012. Mikilvægur þáttur í stefnunni snéri að samkeppnissjóðum og segir orðrétt: „Samkeppnissjóðir sem byggjast á vönduðu gæðamati umsókna og nánu samstarfi á milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja, eru forsenda fyrir öflugu rannsókna- og nýsköpunarstarfi. Standa þarf vörð um og efla samkeppnissjóðina á næstu árum og sameina sjóði þar sem það á við." Með ákvörðun ríkisstjórnarinnar að efla samkeppnissjóðina má réttilega segja að hún sé að stíga fyrsta skrefið í markaðri stefnu Vísinda- og tækniráðs og er afar ánægjulegt að sjá þetta verða að veruleika. Í fjárlagafrumvarpi sem var flutt í upphafi þings nú í haust kemur fram að ætlunin sé að verja 1,3 milljörðum króna í Rannsókna- og Tækniþróunarsjóð, eða tæplega 500 milljónum meira en árið á undan. Þetta er afar jákvætt og vonandi fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstöðum vísinda- og tækniþróunar á Íslandi sem þeir þurfa að vera. Rannsóknasjóður er stærsti sjóðurinn sem heyrir undir Vísinda og Tækniráð og hryggjarstykkið í fjármögnun grunnvísinda hér á landi. Rannsóknir við íslenska háskóla og hinar ýmsu rannsóknastofnanir treysta að miklu leyti á stuðning Rannsóknasjóðs. Rannsóknasjóður sem er í umsýslu RANNÍS er enginn áskriftarsjóður heldur er gríðarleg samkeppni um styrki og eru umsóknir sendar utan til umsagnar til að minnka líkur á hagsmunaárekstrum. Rannsóknasjóður er sá vísindasjóður á Íslandi sem stendur faglegast að verki við mat umsókna. Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er hins vegar orðið afar lágt og er komið niður fyrir 15% í sumum fagráðum auk þess sem styrkirnir eru of lágir til þess að geta fjármagnað að fullu þau rannsóknaverkefni sem fá styrk. Með þeirri aukningu í rannsóknasjóð sem gert er ráð fyrir í fjárlögum verður hægt að hækka úthlutunarhlutfallið og hækka styrki. Með þessu verður tryggt að fleiri afburðagóð verkefni hljóti styrk. Afleiðingin af þessu getur orðið margþætt fyrir vísindasamfélagið. Fyrst og fremst mun þetta auka samkeppnishæfni sterkra rannsóknahópa á Íslandi, stuðla að birtingu niðurstaðna í góðum tímaritum og auka líkur á hagnýtingu þeirrar þekkingar sem skapast. Jafnframt mun þetta styrkja verulega uppbyggingu doktorsnáms í landinu og styrkja nauðsynlega nýliðun. Ýmis mikilvæg hliðaráhrif munu einnig koma í ljós eins og aukin samvinna stofnana og deilda, og betri samkeppnishæfni til að sækja um erlenda styrki. Framtíð atvinnulífs á Íslandi er háð nýsköpun byggðri á þekkingarsköpun í grunnrannsóknum. Það er því mikið fagnaðarefni að sjá ríkisstjórnina halda fast við stefnu Vísinda- og tækniráðs og efla samkeppnissjóði þess. Vonandi er þetta fyrsta skrefið í að gera þessa sjóði að þeim grunnstoðum í íslensku vísinda- og tæknisamfélagi sem þeir þurfa að vera.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun