Örorka er ekki val eða lífsstíll! 25. september 2012 06:00 Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi. Örorka er ekki val eða lífsstíll sem fólk velur sér sem ævistarf. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma. Að fá örorkumat er langt og flókið ferli sem byggist á læknisfræðilegu mati. Þrátt fyrir það ber á fordómum í garð öryrkja í samfélaginu. Umfjöllun í fjölmiðlum er á köflum neikvæð og skilningsleysi er meðal stjórnmálamanna og almennings um aðstæður þeirra. Finnst mörgum öryrkjum að litið sé á þá sem annars flokks þjóðfélagsþegna og byrði á samfélaginu þrátt fyrir að flestir hafi unnið í áratugi áður en þeir misstu heilsuna og greitt skatta til samfélagsins í mörg ár og gera enn. Það á einnig við um þá sem hafa fatlast snemma á lífsleiðinni en þeir greiða tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur opinber gjöld eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Öryrkjar vilja standa á eigin fótum, lifa sjálfstæðu lífi og geta tekið virkan þátt í samfélaginu án þess að þurfa að lifa við fordóma í sinn garð. Leiðrétting á kjörum nauðsynlegKjör öryrkja hafa versnað á undanförnum árum þar sem þeir hafa orðið fyrir umtalsverðum kjaraskerðingum. Fjöldi öryrkja er með lágar greiðslur og miklar tekjutengingar sem halda þeim í fátæktargildru. Þá hefur greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu aukist til muna sem gerir það að verkum að sífellt fleiri eiga vart fyrir mat eða öðrum nauðsynjum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir hafa fordómar í garð öryrkja litast af þeirri umræðu að þeir hafi það ekki jafn slæmt og raun ber vitni. Hafa ber í huga að kjör og aðstæður fólks hafa áhrif á sjálfsmynd þess og viðhorf annarra til þeirra og bera stjórnvöld á þessu ákveðna ábyrgð. Þingstörf hófust við setningu Alþingis 11. september og er mikilvægt að þingmenn láti hendur standa fram úr ermum við að koma velferðarkerfinu á réttan kjöl. Brýnasta verkefnið er að leiðrétta bætur almannatrygginga sem hafa ekki hækkað í samræmi við lög um almannatryggingar síðastliðin fjögur ár en lögin voru tekin úr sambandi með fjárlögum í skjóli kreppunnar. Þá hafa bætur almannatrygginga ekki hækkað til samræmis við hækkun lægstu launa (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og er munurinn verulegur. Þessu til viðbótar jukust tekjutengingar örorku- og ellilífeyrisþega 1. júlí 2009 sem skertu kjör margra svo um munaði og hafa þær ekki verið dregnar til baka þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Öryrkjabandalagsins og Landssambands eldri borgara. Skerðingarnar áttu að vera tímabundnar í hámark þrjú ár vegna efnahagsástandsins, en stjórnvöld hafa ekki sýnt viðleitni til að leiðrétta þau, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hagur ríkisins sé að vænkast. Launaleiðréttingar hafa þegar orðið m.a. hjá alþingismönnum, ráðherrum og fleiri aðilum sem heyra undir kjararáð. Auk þess sem ráðherra ákvað nýverið að hækka heildarmánaðarlaun forstjóra hjá ríkinu um ríflega tvöföld mánaðarlaun lífeyrisþega en dró ákvörðun sína til baka vegna mikillar andstöðu í þjóðfélaginu. Hvað gerist í kjörklefanum?Alþingiskosningar eru á næsta ári og kosningaslagur er þegar hafinn. Gera má ráð fyrir því að væntanlegir frambjóðendur reyni eftir fremsta megni að benda á mikilvæg mál sem þeir hafi áorkað. Þúsundir öryrkja, ellilífeyrisþega, aðstandenda og vina þeirra munu í kjörklefanum hugsa til frambjóðenda sem staðið hafa vörð um velferð þessara hópa. Því þó svo að öryrkjar og ellilífeyrisþegar geti ekki farið í verkfall þá hafa þeir þó heilmikil völd sem felast í kosningaréttinum. Með þessum orðum eru stjórnmálamenn eindregið hvattir til að láta verkin tala og leiðrétta tafarlaust kjör öryrkja og ellilífeyrisþega ætli stjórnvöld að standa við gefin loforð.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar