Lýður og Bjarnfreður ákærðir í Existamáli 25. september 2012 06:30 Bræður Yfirráð Lýðs og Ágústs Guðmundssona yfir Existu voru tryggð með hlutafjáraukningunni. Félag þeirra fékk lán frá Lýsingu til að borga 0,02 krónur á hlut í henni.fréttablaðið/GVA Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira