Lýður og Bjarnfreður ákærðir í Existamáli 25. september 2012 06:30 Bræður Yfirráð Lýðs og Ágústs Guðmundssona yfir Existu voru tryggð með hlutafjáraukningunni. Félag þeirra fékk lán frá Lýsingu til að borga 0,02 krónur á hlut í henni.fréttablaðið/GVA Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrum aðaleigandi Existu, og Bjarnfreður Ólafsson, einn eigenda Logos, hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið gegn lögum um hlutafélögum. Mönnunum tveimur er gefið að sök að hafa vísvitandi brotið lög við tilkynningu um hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 og að það hafi verið gert til að tryggja yfirráð Lýðs, og bróður hans Ágústs Guðmundssonar, yfir félaginu. Félag í eigu bræðranna, BBR ehf., greiddi þá einungis einn milljarð króna fyrir 50 milljarða aukningu, eða 0,02 krónur á hlut. Samkvæmt lögum má greiðsla fyrir hlut ekki nema minna en nafnvirði hans og því hefði átt að greiða 50 milljarða króna fyrir hana. Samkvæmt ákærunni var, með þessum aðgerðum, farið „þvert gegn ráðleggingum sérfræðinga og brotið gegn ákvæðum hlutafélagalaga um greiðslu hlutafjár. Hlutur annarra hlutahafa í félaginu var þynntur út og þannig tryggði ákærði Lýður sér og bróður sínum Ágústi yfirráð fyrir félagasamstæðu Exista hf.". Brotin geta varðað fangelsi allt að tveimur árum. Til viðbótar er farið fram á að Bjarnfreður verði sviptur lögmannsréttindum. Í ákærunni kemur fram að 3. desember 2008 hafi Bakkabraedur Holding B.V. átt rúmlega 45 prósent hlut í Existu, en Lýður og Ágúst voru eigendur þess félags. Nýja Kaupþing, síðar Arion banki, átti veð í hlutnum og hafði gefið bræðrunum fimm daga til að endurgreiða lán til bankans ella myndi hann leysa hlutinn til sín. Í kjölfarið var hlutaféð aukið um 50 milljarða króna og BBR ehf., annað félag bræðranna, skráði sig fyrir öllum nýju hlutunum. Fyrir það greiddu þeir einn milljarð króna sem, samkvæmt ákærunni, „stafaði frá Lýsingu hf., dótturfélagi Exista hf.[...] féð var greitt inn á vörslureikning hjá lögfræðistofunni Logos". Við þetta þynntist hluturinn sem Arion banki átti veð í úr rúmlega 45 í 10,4 prósent hlut. Í kjölfarið leysti BBR til sín þorra útistandandi eignarhluta á grundvelli yfirtökuskyldu. Þann 8. desember 2008 tilkynnti Bjarnfreður hlutafjáraukninguna til fyrirtækjaskráar. Fyrirtækjaskrá úrskurðaði hlutafjáraukninguna ólögmæta þann 29. júní 2009, um sjö mánuðum eftir að hún var framkvæmd. Hún hafði hafið skoðun á tilkynningu um aukninguna í kjölfar ábendingar um málið. Arion banki kærði forsvarsmenn Existu og þá starfsmenn Logos og Deloitte, sem höfðu gert sérfræðingaskýrslu fyrir skráninguna og vottað hana, til sérstaks saksóknara vegna málsins í lok september 2009. Embættið framkvæmdi húsleitir á tólf stöðum vegna rannsóknar á fimm málum sem tengjast Existu í janúar 2010. Á meðal þess sem embættið var að rannsaka var hin meinta ólögmæta hlutafjáraukning frá því í desember 2008. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira