Íslenska landsliðið er enn efst á lista Arons Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2012 07:00 Aron Jóhannsson sést hér í leik með íslenska U-21 landsliðinu. Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get." Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjá meira
Framherjinn Aron Jóhannsson vakti á dögunum mikla athygli þegar hann skoraði sex mörk í aðeins tveimur leikjum með AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrri leiknum skoraði hann þrennu á tæpum fjórum mínútum sem er met. Afrek hans vöktu víða athygli, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem Aron er fæddur. Aron á íslenska foreldra en þar sem hann fæddist vestanhafs er hann með tvöfaldan ríkisborgararétt. Hann á enn eftir að spila A-landsleik og þar til hann verður valinn í annað landsliðið er hann gjaldgengur í bæði. New York Times, eitt stærsta dagblað Bandaríkjanna, hafði samband við Aron og birti við hann viðtal um þetta. Hann segir að það hafi óneitanlega verið sérstakt. „Það er búið að gera ansi mikið úr þessu en þetta sýnir að maður er að gera eitthvað rétt. Það er gaman að þessu en ekkert meira en það," sagði Aron við Fréttablaðið í gær. „Ég hafði aldrei íhugað að spila fyrir Bandaríkin. Frá því að ég byrjaði að spila fótbolta hefur mig alltaf langað til að spila með íslenska landsliðinu. Það hefur ekkert breyst," segir hann ákveðinn. „Ég er tilbúinn að bíða eftir mínu tækifæri enda veit ég vel að það eru sterkir leikmenn á undan mér eins og er. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort Ísland eigi betri sóknarmenn en Bandaríkin í dag. Ég þarf bara að halda áfram að vinna í mínum málum, bæta mig og vonandi mun Lars [Lagerbäck, landsliðsþjálfari] kíkja á mig einn daginn." Aron á nú eitt ár eftir af samningi sínum við AGF en þar hefur hann verið síðan 2008. Aron, sem verður 22 ára síðar á árinu, er þó ekki að stressa sig á framtíðinni. „Umboðsmaður minn sér alfarið um þessi mál. Ég mæti bara á æfingar og reyni að sparka í bolta. Auðvitað hef ég fengið meiri athygli en vanalega síðustu vikurnar en þetta voru bara tveir leikir – þeir telja lítið ef ég stend mig ekki núna. Ég mun því einbeita mér áfram að því að spila eins vel og ég get."
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjá meira