Börn og lestur – mikilvægi foreldra Ingibjörg Auðunsdóttir skrifar 8. september 2012 06:00 Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: n börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar n börn finni að lestur sé mikilvægur n bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa n foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju n börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa n börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa n foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna samverustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjölskyldur geta gert: n Lestur um tiltekið efni. Sammælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. nSpilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. nRáðið krossgátur saman. nTeiknið upp kort sem sýnir leiðir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. nSegið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. nFarið oft með barnið á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. nHafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heimilinu. nVerið góð fyrirmynd, sérstaklega er feðrum og öðrum karlmönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. nGerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hillum verslana, lesa mataruppskriftir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skjánum, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyldunni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: n börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar n börn finni að lestur sé mikilvægur n bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa n foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju n börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa n börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa n foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna samverustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjölskyldur geta gert: n Lestur um tiltekið efni. Sammælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. nSpilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. nRáðið krossgátur saman. nTeiknið upp kort sem sýnir leiðir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. nSegið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. nFarið oft með barnið á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. nHafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heimilinu. nVerið góð fyrirmynd, sérstaklega er feðrum og öðrum karlmönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. nGerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hillum verslana, lesa mataruppskriftir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skjánum, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyldunni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun