Börn og lestur – mikilvægi foreldra Ingibjörg Auðunsdóttir skrifar 8. september 2012 06:00 Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: n börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar n börn finni að lestur sé mikilvægur n bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa n foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju n börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa n börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa n foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna samverustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjölskyldur geta gert: n Lestur um tiltekið efni. Sammælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. nSpilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. nRáðið krossgátur saman. nTeiknið upp kort sem sýnir leiðir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. nSegið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. nFarið oft með barnið á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. nHafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heimilinu. nVerið góð fyrirmynd, sérstaklega er feðrum og öðrum karlmönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. nGerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hillum verslana, lesa mataruppskriftir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skjánum, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyldunni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: n börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar n börn finni að lestur sé mikilvægur n bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa n foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju n börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa n börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa n foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna samverustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjölskyldur geta gert: n Lestur um tiltekið efni. Sammælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. nSpilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. nRáðið krossgátur saman. nTeiknið upp kort sem sýnir leiðir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. nSegið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. nFarið oft með barnið á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. nHafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heimilinu. nVerið góð fyrirmynd, sérstaklega er feðrum og öðrum karlmönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. nGerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hillum verslana, lesa mataruppskriftir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skjánum, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyldunni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun