Það er mikilvægt að eiga val: fermingarfrelsi í aldarfjórðung! Hope Knútsson skrifar 6. september 2012 06:00 Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri fermingu. Fjallað er meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og fimmta skiptið. Frá upphafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðshópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur fermingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir tilheyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming" er dregið af latneska orðinu „confirmare" sem þýðir meðal annars „að styðja" eða „að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunarfélagið Siðmennt stofnað í kringum borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjölskyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húmanískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1988 datt mér í hug að efna til borgaralegrar fermingar á Íslandi. Ég þekkti til slíkra ferminga í öðrum löndum sem voru óháðar trú og börnin mín sem voru að nálgast fermingaraldur höfðu áhuga á slíku vegna þess að við erum ekki kristin. Ég skrifaði grein í dagblöðin og sagði að börnin mín myndu verða fyrstu Íslendingarnir til að fermast borgaralega og spurði hvort fleiri vildu vera með. Síminn byrjaði að hringja og hefur ekki stoppað síðan. Það sem ég ætlaði að gera einu sinni hefur orðið að ævistarfi. Fimmtán aðrar fjölskyldur höfðu samband við mig fyrsta árið og við bjuggum til nefnd sem setti saman fermingarnámskeið. Við tókum til fyrirmyndar skipulag Norðmanna sem hafa staðið að borgaralegum fermingum síðan 1951. Við höfum verið að þróa námskeiðið síðan. Tilgangur borgaralegrar fermingar er að efla heilbrigð og farsæl viðhorf ungmenna til lífsins. Þátttakendur rækta meðal annars með sér jákvæðni og ábyrgðarkennd gagnvart sjálfum sér og samborgurum sínum. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru ekki reiðubúnir að strengja trúarheit, þá sem ekki trúa á æðri mátt, eða fyrir þá sem af öðrum ástæðum vilja ekki taka þátt í hefðbundinni kirkjulegri fermingu. Fjallað er meðal annars um siðfræði, gagnrýna hugsun, að taka erfiðar ákvarðanir, mannleg samskipti, mismunandi lífsskoðanir og lífsstíl, tilfinningar, skaðsemi vímuefna, sjálfsmyndina og samskipti kynjanna, hamingjuna, tilgang lífsins, fordóma og fjölmenningu, að vera unglingur í auglýsinga- og neyslusamfélagi, umhverfismál, lífsferlið, sorg og áföll. Þátttakendur fá mörg tækifæri til þess að mynda sér skoðanir á hinum ýmsu málum og taka þátt í rökræðum. Að námskeiðinu loknu fer fram falleg og virðuleg athöfn og taka þau fermingarbörn sem vilja virkan þátt í henni með ýmsum hætti s.s. tónlistarflutningi, dansi, ljóðalestri og ávörpum. Einnig koma gestir sem flytja ávörp. Í lok athafnar fá þátttakendur viðurkenningarskjal til staðfestingar því að hafa tekið þátt í námskeiðinu. Í haust fórum við af stað í tuttugasta og fimmta skiptið. Frá upphafi hafa um 1.800 íslensk börn verið fermd borgaralega og um 23.000 gestir hafa verið viðstaddir útskriftarathafnirnar. Við höfum verið með börn alls staðar að af landinu og haldið sérstakt helgarnámskeið fyrir landsbyggðarfólk. Nýtt met var slegið sl. vetur með þátttöku 214 fermingarbarna. Þá var Siðmennt með sjö námskeiðshópa, sex í Reykjavík og einn á Akureyri fyrir ungmenni sem búa á Norður- og Austurlandi. Einnig erum við alltaf með nokkur fermingarbörn í fjarnámi sem búa erlendis. Fermingarathafnir voru haldnar í Reykjavík og Kópavogi, og á Selfossi, Akureyri og Fljótsdalshéraði. Alls konar unglingar velja að fermast borgaralega. Sumir tilheyra trúfélögum, aðrir ekki, sumir eiga við fötlun að stríða og aðrir ekki, sumir eru af erlendum uppruna og sumir hafa ekki náð fullkomnum tökum á íslensku, sumir eru bráðgerir og eiga mjög auðvelt með nám og sumir eiga erfitt með nám. Tekið er á móti hverjum og einum eins og hann er og er fjölbreytt mannlíf álitinn mikill kostur. Trúarbrögð, kyn, uppruni, aldur, fötlun o.s.frv. skipta engu máli. Við eigum það öll sameiginlegt að vera manneskjur hvernig sem við erum og borgaraleg ferming er fyrir alla. Sumir hafa spurt okkur af hverju orðið ferming er notað. Íslenska orðið „ferming" er dregið af latneska orðinu „confirmare" sem þýðir meðal annars „að styðja" eða „að styrkjast". Ungmenni sem fermast borgaralega eru að styrkja þá ákvörðun sína að vera ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Árið 1990 var lífsskoðunarfélagið Siðmennt stofnað í kringum borgaralega fermingu, en frá maí 2008 hefur félagið boðið upp á alhliða athafnarstjórnun við allar tímamótaathafnir fjölskyldna (nafngjöf, giftingu og útför) á veraldlegan eða húmanískan máta, stýrt af faglærðum athafnarstjórum félagsins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun