Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar á Íslandi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 3. september 2012 06:00 Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnulífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðarásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórnvöld höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnulífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trúnaði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænkast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordómalaust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er aflvaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öflugu atvinnulífi á einn eða annan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnulífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðarásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórnvöld höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnulífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trúnaði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænkast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordómalaust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er aflvaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öflugu atvinnulífi á einn eða annan hátt.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun