Er þörf á stefnubreytingu varðandi aðgengi og gjaldtöku? Úlfar Antonsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting", hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári. Páll Skúlason heimspekingur segir að hverri kynslóð beri siðferðileg skylda til að hámarka sjálfbæra þróun náttúrunnar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða. Umsjónarmenn auðlindarinnar sem felst í náttúru Íslands hafa lítið aðhafst, hún liggur nú þegar undir skemmdum af völdum hrossa- og sauðfjárbeitar, ferðamanna og virkjana á hálendinu. Það þarf að finna sanngjarna lausn á því hvernig aðgengi innlendra og erlendra ferðamanna verði best tryggt á sama tíma og auðlindinni verði skilað óskemmdri til komandi kynslóða. Undanfarin ár hafa komið fram ýmsar hugmyndir, meðal annars á Alþingi, um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir viðhaldi á ferðamannastöðum og náttúruvernd. Þær hugnast ekki öllum, enda líta margir svo á að náttúran sé vöggugjöf fólksins og því beri ekki að greiða aðgangseyri til að fá að njóta hennar. Á Norðurlöndum hefur almannarétturinn verið skýr. Í Noregi „friluftsliv", þ.e. rétturinn til frjáls aðgangs að útilífi og náttúrunni. Í Svíþjóð er talað um „allemansrätten", sjálfsögð mannréttindi til náttúrupplifunar. Í þessum löndum er hins vegar gerður greinarmunur á almennum ferðamönnum og fyrirtækjum sem gera út á afþreyingu. Það er ekki endilega sjálfsagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu á landi annars aðila án samráðs og greiðslu. Það er mjög mikilvægt að aðgengisréttur sé almennur og án mikilla undantekninga og sömu reglur gildi um innlenda og erlenda ferðamenn. Gjaldtaka í ferðaþjónustu á Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður var greitt aðstöðugjald til Ferðafélags Íslands og eigendur í Höfða við Mývatn innheimtu aðgangseyri. Síðar hafa bæst við ýmsir skattar í flugi, sérstakt gistináttagjald og í byrjun næsta árs á að innheimta sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru. Þessi þróun er því farin af stað og verður ekki snúið til baka. Ljóst er að við verðum að eyða fjármunum í að efla innviði á ferðamannastöðum, annars er voðinn vís. Rætt hefur verið um skelfilegt ástand salernismála á mörgum stöðum og skort á grunnrannsóknum, sem eru þó forsenda þess að hægt sé að miðla upplýsingum til ferðamanna. Huga þarf að vega- og stígagerð til að tryggja öllum aðgengi að náttúruperlunum. Uppbygging og rekstur mannvirkja skapar atvinnu í héraði. Það má stuðla að fastri búsetu í nánd við náttúruperlur, það skapar aukinn virðisauka inn á þessi svæði. Stefnan á Íslandi hefur verið að ekkert megi gera, ekki megi hrófla við neinu. Við getum hins vegar nýtt okkur reynslu annarra þjóða eins og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu á þessum stöðum. Ég tel að mikilvægt sé að að sameina undir eitt auðkenni alla þjóðgarða og vernduð svæði, það getur verið Þjóðgarðar Íslands. Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra erlendra ferðamanna reiðubúin að borga aðgangseyri, þegar ekki var tilgreint hvað ætti að gera við peningana, en 70% þegar upplýst var að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar og verndunar svæðanna. Mikill meirihluti svarenda, 83%, vildi að hugsanlegur aðgangseyrir rynni í að viðhalda hinu ósnortna víðerni. Ferðamenn virðast tilbúnir að greiða á bilinu 500 – 700 kr. í aðgangseyri án þess að það hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef rétt er haldið á þessum málum, þau vel skilgreind og kynnt, þá virðist í lagi að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum. Reynslan sýnir að huga þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá sem taka þátt í afþreyingu. Markmið gjaldtökunnar er að viðhalda landsins gæðum fyrir framtíðarkynslóðir Íslands og hugsanlega í einhverjum tilvikum stuðla að takmörkun aðgangs að ákveðnum svæðum eða afþreyingu sem taki mið af þolmörkum svæða. Án þess að fara út í nákvæma útlistun, þá eru grunnforsendur í mínum tillögum eftirfarandi; Allir greiði aðgangseyri, ekki gerður munur á Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Grunngjald þjónustu verði 750 kr. á mann. Afslættir eftir eðli heimsóknar, innlendir og erlendir skólahópar þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald verði tekið af afþreyingu. Erlendir ferðamenn geta greitt í gegnum ferðapakka eða eftir komu til landsins. Íslendingar kaupi sér kort á svipaðan hátt og veiðikortið. Ferðamenn, innlendir og erlendir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald ef ekkert kemur á móti. Til að hægt sé að réttlæta gjaldtöku verður að tryggja aðgengi. Tekjurnar verði í framtíðinni notaðar til að tryggja innviðina. Til að byrja með mætti nota þessar auknu tekjur til að kaupa upp friðuð svæði, til dæmis Geysi, Gullfoss og svæði við Mývatn. Síðan hefjist markviss uppbygging sem bætir ímynd landsins, eykur þekkingu okkar á þessum stöðum og nýjasta tækni verður notuð til að miðla þekkingu til ferðamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting", hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári. Páll Skúlason heimspekingur segir að hverri kynslóð beri siðferðileg skylda til að hámarka sjálfbæra þróun náttúrunnar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða. Umsjónarmenn auðlindarinnar sem felst í náttúru Íslands hafa lítið aðhafst, hún liggur nú þegar undir skemmdum af völdum hrossa- og sauðfjárbeitar, ferðamanna og virkjana á hálendinu. Það þarf að finna sanngjarna lausn á því hvernig aðgengi innlendra og erlendra ferðamanna verði best tryggt á sama tíma og auðlindinni verði skilað óskemmdri til komandi kynslóða. Undanfarin ár hafa komið fram ýmsar hugmyndir, meðal annars á Alþingi, um gjaldtöku af ferðamönnum til að standa undir viðhaldi á ferðamannastöðum og náttúruvernd. Þær hugnast ekki öllum, enda líta margir svo á að náttúran sé vöggugjöf fólksins og því beri ekki að greiða aðgangseyri til að fá að njóta hennar. Á Norðurlöndum hefur almannarétturinn verið skýr. Í Noregi „friluftsliv", þ.e. rétturinn til frjáls aðgangs að útilífi og náttúrunni. Í Svíþjóð er talað um „allemansrätten", sjálfsögð mannréttindi til náttúrupplifunar. Í þessum löndum er hins vegar gerður greinarmunur á almennum ferðamönnum og fyrirtækjum sem gera út á afþreyingu. Það er ekki endilega sjálfsagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu á landi annars aðila án samráðs og greiðslu. Það er mjög mikilvægt að aðgengisréttur sé almennur og án mikilla undantekninga og sömu reglur gildi um innlenda og erlenda ferðamenn. Gjaldtaka í ferðaþjónustu á Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður var greitt aðstöðugjald til Ferðafélags Íslands og eigendur í Höfða við Mývatn innheimtu aðgangseyri. Síðar hafa bæst við ýmsir skattar í flugi, sérstakt gistináttagjald og í byrjun næsta árs á að innheimta sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru. Þessi þróun er því farin af stað og verður ekki snúið til baka. Ljóst er að við verðum að eyða fjármunum í að efla innviði á ferðamannastöðum, annars er voðinn vís. Rætt hefur verið um skelfilegt ástand salernismála á mörgum stöðum og skort á grunnrannsóknum, sem eru þó forsenda þess að hægt sé að miðla upplýsingum til ferðamanna. Huga þarf að vega- og stígagerð til að tryggja öllum aðgengi að náttúruperlunum. Uppbygging og rekstur mannvirkja skapar atvinnu í héraði. Það má stuðla að fastri búsetu í nánd við náttúruperlur, það skapar aukinn virðisauka inn á þessi svæði. Stefnan á Íslandi hefur verið að ekkert megi gera, ekki megi hrófla við neinu. Við getum hins vegar nýtt okkur reynslu annarra þjóða eins og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu á þessum stöðum. Ég tel að mikilvægt sé að að sameina undir eitt auðkenni alla þjóðgarða og vernduð svæði, það getur verið Þjóðgarðar Íslands. Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra erlendra ferðamanna reiðubúin að borga aðgangseyri, þegar ekki var tilgreint hvað ætti að gera við peningana, en 70% þegar upplýst var að þeir yrðu notaðir til uppbyggingar og verndunar svæðanna. Mikill meirihluti svarenda, 83%, vildi að hugsanlegur aðgangseyrir rynni í að viðhalda hinu ósnortna víðerni. Ferðamenn virðast tilbúnir að greiða á bilinu 500 – 700 kr. í aðgangseyri án þess að það hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef rétt er haldið á þessum málum, þau vel skilgreind og kynnt, þá virðist í lagi að taka upp gjaldtöku að náttúruperlum. Reynslan sýnir að huga þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá sem taka þátt í afþreyingu. Markmið gjaldtökunnar er að viðhalda landsins gæðum fyrir framtíðarkynslóðir Íslands og hugsanlega í einhverjum tilvikum stuðla að takmörkun aðgangs að ákveðnum svæðum eða afþreyingu sem taki mið af þolmörkum svæða. Án þess að fara út í nákvæma útlistun, þá eru grunnforsendur í mínum tillögum eftirfarandi; Allir greiði aðgangseyri, ekki gerður munur á Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Grunngjald þjónustu verði 750 kr. á mann. Afslættir eftir eðli heimsóknar, innlendir og erlendir skólahópar þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald verði tekið af afþreyingu. Erlendir ferðamenn geta greitt í gegnum ferðapakka eða eftir komu til landsins. Íslendingar kaupi sér kort á svipaðan hátt og veiðikortið. Ferðamenn, innlendir og erlendir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald ef ekkert kemur á móti. Til að hægt sé að réttlæta gjaldtöku verður að tryggja aðgengi. Tekjurnar verði í framtíðinni notaðar til að tryggja innviðina. Til að byrja með mætti nota þessar auknu tekjur til að kaupa upp friðuð svæði, til dæmis Geysi, Gullfoss og svæði við Mývatn. Síðan hefjist markviss uppbygging sem bætir ímynd landsins, eykur þekkingu okkar á þessum stöðum og nýjasta tækni verður notuð til að miðla þekkingu til ferðamanna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun