Óvissa sköpuð af stjórnvöldum 31. ágúst 2012 06:00 Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir. Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga. Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust. Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi. Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög. Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána. Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum. Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög. Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir. 3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir. Vafi mun áfram leika um: 5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt. 6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings. 7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt. Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar. Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7. Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir. Fjármálafyrirtækin, samtök þeirra, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa unnið hörðum höndum að því að fá út úr dómstólum ákveðnar niðurstöður. Niðurstöður sem hugsanlega mætti nota til að gefa vísbendingu um hvernig breyta megi löglegum ákvæðum einkaréttarlegra samninga. Umboðsmaður skuldara hefur eins og viljalítið verkfæri fylgt þessum vilja kerfisins, mótstöðulaust. Skýrasta dæmið er svokallaður vaxtadómur, nr. 471/2010. Það mál var keyrt í gegnum kerfið á örfáum mánuðum og niðurstaða dómsins nýtt til að keyra í gegnum þingið lagasetningu sem heimilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó hvergi stæði neitt um slíkar heimildir í téðum dómi. Það hefur því enginn dómur fallið um afturvirkni vaxta, þó samkvæmt ákvörðun þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra væru sett lög sem heimiluðu breytingu á vaxtaákvæðum með afturvirkum hætti. Lög nr. 151/2010, eða svokölluð Árna Páls-lög. Frá því lögin tóku gildi, þá hafa fjölmargir dómar fallið þar sem sérstaklega er tilgreint að engin stoð sé fyrir afturvirkum vaxtakröfum. Hæstiréttur hefur jafnvel gengið svo langt að segja berum orðum að slík lagasetning fari gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrár Íslands. Heimildina sem bankar og fjármögnunarfyrirtæki nota til að krefja lánþega um afturvirka vexti er því hvergi að finna nema í lögum sem Hæstiréttur hefur sagt í andstöðu við sjálfa stjórnarskrána. Það er ekki skrýtið að stjórnvöld vilji breytingu á stjórnarskrá sem slíkar hömlur setur á heimildir ríkisins til að berja á þegnum sínum. Krafa lánþega er því ofur einföld:Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð Árna Páls-lög. Eftir slíka aðgerð situr að:1. Gengistryggðir lánasamningar, sem tilgreindir eru í íslenskum krónum og greiddir út í íslenskum krónum, eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem greidd eru út í íslenskum krónum eru ólöglega gengistryggð, en samningsvextir löglegir. 3. Gengistryggðir bíla- og kaupleigusamningar eru ólöglega gengistryggðir, en samningsvextir löglegir. 4. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar, sem greiddir eru út í íslenskum krónum og sannanleg yfirfærsla eignarréttar á sér stað við lok samningstíma, eru ólöglega gengistryggðir en samningsvextir löglegir. Vafi mun áfram leika um: 5. Lánasamninga sem greiddir eru út í íslenskum krónum, en tilgreindir í samningsskilmálum í erlendri mynt. 6. Gengistryggða fjármögnunarleigusamninga þar sem ekki er sönnuð yfirfærsla eignaréttar við lok samnings. 7. Lánasamninga sem greiddir eru út í erlendri mynt. Með því að fella úr gildi Árna Páls-lögin er komið til móts við skýra niðurstöðu dómstóla, skýra niðurstöðu Evrópudómstóls í sambærilegum málum og skýr ákvæði grundvallarreglna samninga- og kröfuréttar. Yfirgnæfandi hluti lánasamninga til heimila og smærri fyrirtækja fellur undir lið 1 – 4 og því væri með brottnámi Árna Páls-laga bundinn endi á óvissu um skulda- og eignastöðu tugþúsunda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Óvissan sem stjórnvöld vilja viðhalda með Árna Páls-lögunum yrði áfram á þeim óverulega hluta lánasamninga sem falla undir lið 5 – 7. Það er vitlegra að leysa það sem hægt er að leysa um leið og það er hægt í stað þess að viðhalda algerlega ónauðsynlegri óvissu um skuldamál heimila og fyrirtækja. Nóg er efnahagsleg óvissa samt.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar