Ísland meðal þróunarlanda? Guðbjörn Jónsson skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um. Nokkrar útfærslur eru á þessari skrá. Í skránni yfir kaupmáttarjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti. Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6. sæti, Noregur í 42. sæti og Danmörk í 43. sæti. Segja má að öll lönd sem við berum okkur venjulega saman við séu í einhverju af 50 fyrstu sætunum. Ísland er hins vegar í sæti 137. Við erum þar á eftir Níger í 134. sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126. sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88. sæti og Kenýa í 87. sæti, Angóla 85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana 73. sæti, Líbýa 67. sæti, Sýrland 64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað veldur því að Ísland flokkast meðal þessara landa, sem við berum okkur aldrei saman við? Þegar litið er til annarrar samhliða skráningar, mælingar á landsframleiðslu á mann, reynist Lúxemborg vera í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, Bandaríkin í 3. sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað getur valdið því að þjóð sem er með 6. mestu landsframleiðslu á mann, skuli vera í 137. sæti í mælingunni um kaupmáttarjöfnuð? Af mælingunni þar sem Ísland er í 137. sæti, má nokkuð lesa út hvernig tekjur þjóðarbúsins streyma um þjóðfélagið. Hvort þær dreifast eðlilega um allar greinar samfélagsins. Hvernig nýting fjármagnsins er, hve marga hringi þjóðartekjurnar fara um fjármálaæðakerfi þjóðfélagsins, áður en þær fara aftur úr landi sem greiðsla fyrir innflutning eða aðra gjaldeyrisnotkun. Þegar grannt er skoðað virðast mörg sömu einkenni vera í þjóðfélagi okkar, sem einkenna þau lönd sem eru á svipuðum stað og við í flokkun Sameinuðu þjóðanna á kaupmáttarjöfnuði landsframleiðslu. Engin sjáanleg stefna er hjá stjórnvöldum um að starfrækt séu í landinu framleiðslufyrirtæki er sinni sem fjölbreyttustum þörfum þjóðfélagsins. Afleiðingar þess eru að Ísland er svo háð innflutningi að yfirleitt duga gjaldeyristekjur okkar ekki fyrir öllu sem flutt er inn. Af því leiðir að engin raunveruleg aukning verður í landinu á eigin fjármagni í umferð, til að auka starfsemi eða bæta lífsgæði. Ísland er að vísu með 6. mestu framleiðslu á mann, en hin löndin í kringum okkur í kaupmáttarskránni, eru öll mikið neðar í mælingu á landsframleiðslu á mann. Þau ríki eiga það hins vegar sameiginlegt með Íslandi, að stéttir stjórnmála- og embættismanna virðast ekki skilja mikilvægi þess að láta fjármagn samfélagsins hríslast sem jafnast um allar greinar þjóðlífsins og gæta þess að tryggja að í landinu sé ævinlega nægt veltufjármagn til alls reksturs samfélagsins. Samnefnari virðist því í þessum löndum um elítuhegðun, spillingu og auðssöfnun yfirstéttanna. Við skerum okkur verulega frá hinum, með því að taka að láni erlendis það fjármagn sem til þarf til að leika þann almenna lífsstíl þeirra samfélaga sem við viljum bera okkur saman við. Eins og að framan sagði, eyðum við jafnharðan öllum gjaldeyristekjum sem við öflum. Það þýðir í raun að við stækkum þjóðarköku okkar ekkert með sjálfsaflafé. Öll stækkun er annaðhvort tilkomin vegna erlendra lána eða vegna gengisfellingar krónunnar. Raunveruleikinn er sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn; einungis blekkingar til að láta almenning halda að efnahagsmálum sé vel stjórnað. Ég velti oft fyrir mér hvort enginn hagfræðingur sé í landinu sem þori að setja hagsmuni samfélagsins framar hagsmunum peningaaflanna. Áherslur undanfarinna áratuga á aukna þenslu útgjalda eru komnar svo langt út fyrir nýmyndun verðmæta að óhjákvæmilegt er að mikil fjármunagildi tapist nú og á næstu árum. Engin ný verðmætamyndun er til, eða í vændum, sem fjármagnað getur greiðslu allra þeirra lána sem þarf að greiða. Það þarf bæði kjark og þekkingu til að komast heill út úr stórviðri, hvort sem er til lands eða sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu eru ekki betri. Sá sem á að fara fyrir hópi við slík tækifæri, en þorir ekki, eða kann ekki, að takast á við erfiðleikana, hann fórnar ekki bara sjálfum sér, hann fórnar líka þeim sem hann átti að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á að framtíðarheill hennar veltur á því að fólk komi niður úr skýjaborgunum og horfist í augu við raunveruleikann. Læri að skilja hann og vera ánægt með það sem við höfum, svo ekki verði þörf á að taka að láni erlenda peninga til að byggja skýjaborgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um. Nokkrar útfærslur eru á þessari skrá. Í skránni yfir kaupmáttarjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti. Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti, Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6. sæti, Noregur í 42. sæti og Danmörk í 43. sæti. Segja má að öll lönd sem við berum okkur venjulega saman við séu í einhverju af 50 fyrstu sætunum. Ísland er hins vegar í sæti 137. Við erum þar á eftir Níger í 134. sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126. sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88. sæti og Kenýa í 87. sæti, Angóla 85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana 73. sæti, Líbýa 67. sæti, Sýrland 64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað veldur því að Ísland flokkast meðal þessara landa, sem við berum okkur aldrei saman við? Þegar litið er til annarrar samhliða skráningar, mælingar á landsframleiðslu á mann, reynist Lúxemborg vera í 1. sæti, Noregur í 2. sæti, Bandaríkin í 3. sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað getur valdið því að þjóð sem er með 6. mestu landsframleiðslu á mann, skuli vera í 137. sæti í mælingunni um kaupmáttarjöfnuð? Af mælingunni þar sem Ísland er í 137. sæti, má nokkuð lesa út hvernig tekjur þjóðarbúsins streyma um þjóðfélagið. Hvort þær dreifast eðlilega um allar greinar samfélagsins. Hvernig nýting fjármagnsins er, hve marga hringi þjóðartekjurnar fara um fjármálaæðakerfi þjóðfélagsins, áður en þær fara aftur úr landi sem greiðsla fyrir innflutning eða aðra gjaldeyrisnotkun. Þegar grannt er skoðað virðast mörg sömu einkenni vera í þjóðfélagi okkar, sem einkenna þau lönd sem eru á svipuðum stað og við í flokkun Sameinuðu þjóðanna á kaupmáttarjöfnuði landsframleiðslu. Engin sjáanleg stefna er hjá stjórnvöldum um að starfrækt séu í landinu framleiðslufyrirtæki er sinni sem fjölbreyttustum þörfum þjóðfélagsins. Afleiðingar þess eru að Ísland er svo háð innflutningi að yfirleitt duga gjaldeyristekjur okkar ekki fyrir öllu sem flutt er inn. Af því leiðir að engin raunveruleg aukning verður í landinu á eigin fjármagni í umferð, til að auka starfsemi eða bæta lífsgæði. Ísland er að vísu með 6. mestu framleiðslu á mann, en hin löndin í kringum okkur í kaupmáttarskránni, eru öll mikið neðar í mælingu á landsframleiðslu á mann. Þau ríki eiga það hins vegar sameiginlegt með Íslandi, að stéttir stjórnmála- og embættismanna virðast ekki skilja mikilvægi þess að láta fjármagn samfélagsins hríslast sem jafnast um allar greinar þjóðlífsins og gæta þess að tryggja að í landinu sé ævinlega nægt veltufjármagn til alls reksturs samfélagsins. Samnefnari virðist því í þessum löndum um elítuhegðun, spillingu og auðssöfnun yfirstéttanna. Við skerum okkur verulega frá hinum, með því að taka að láni erlendis það fjármagn sem til þarf til að leika þann almenna lífsstíl þeirra samfélaga sem við viljum bera okkur saman við. Eins og að framan sagði, eyðum við jafnharðan öllum gjaldeyristekjum sem við öflum. Það þýðir í raun að við stækkum þjóðarköku okkar ekkert með sjálfsaflafé. Öll stækkun er annaðhvort tilkomin vegna erlendra lána eða vegna gengisfellingar krónunnar. Raunveruleikinn er sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn; einungis blekkingar til að láta almenning halda að efnahagsmálum sé vel stjórnað. Ég velti oft fyrir mér hvort enginn hagfræðingur sé í landinu sem þori að setja hagsmuni samfélagsins framar hagsmunum peningaaflanna. Áherslur undanfarinna áratuga á aukna þenslu útgjalda eru komnar svo langt út fyrir nýmyndun verðmæta að óhjákvæmilegt er að mikil fjármunagildi tapist nú og á næstu árum. Engin ný verðmætamyndun er til, eða í vændum, sem fjármagnað getur greiðslu allra þeirra lána sem þarf að greiða. Það þarf bæði kjark og þekkingu til að komast heill út úr stórviðri, hvort sem er til lands eða sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu eru ekki betri. Sá sem á að fara fyrir hópi við slík tækifæri, en þorir ekki, eða kann ekki, að takast á við erfiðleikana, hann fórnar ekki bara sjálfum sér, hann fórnar líka þeim sem hann átti að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á að framtíðarheill hennar veltur á því að fólk komi niður úr skýjaborgunum og horfist í augu við raunveruleikann. Læri að skilja hann og vera ánægt með það sem við höfum, svo ekki verði þörf á að taka að láni erlenda peninga til að byggja skýjaborgir.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar