Bankar hagnast um tólf milljarða hvor 31. ágúst 2012 07:00 Góður gangur Íslandsbanki kláraði sameiningu við Byr á þessu ári og samhliða hefur efnahagsreikningur bankans stækkað. Birna Einarsdóttir er bankastjóri bankans og Jón Guðni Ómarsson er fjármálastjóri hans.fréttablaðið/pjetur Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Viðskipti Íslandsbanki og Landsbankinn högnuðust samtals um 23,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka nam 11,6 milljörðum króna en Landsbankans 11,9 milljörðum króna. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri bankanna sem birt var í gær. Arion banki mun birta sitt uppgjör í dag. Hagnaður af reglubundinni starfsemi Íslandsbanka var 7,2 milljarðar króna. Á meðal þeirra þátta í starfsemi bankans sem skiluðu auknum hagnaði voru fjármunatekjur upp á 1,9 milljarða króna. Þær eru fyrst og fremst tilkomnar vegna hækkandi gengis á hlutabréfum í Icelandair, en Íslandsbanki er þriðji stærsti eigandi þess félags með 11,7 prósenta eignarhlut. Þá nam hagnaður af aflagðri starfsemi alls 2,9 milljörðum króna. Þar munar mestu um söluna á Jarðborunum fyrr á þessu ári en virði fyrirtækisins hafði verið að mestu fært niður í bókum bankans. Endurreikningur á virði lánasafns bankans skilaði 2,1 milljarði króna í kassann. Á kynningarfundi vegna uppgjörsins í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, að sú aukning væri að langmestu leyti tilkomin vegna hækkunar á virði lána til fyrirtækja. Að lokum hagnaðist bankinn um 880 milljónir króna vegna gengishagnaðar. Arðsemi eiginfjár var 17,9 prósent og eigið fé bankans er nú 134,5 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfallið er 23,5 prósent, sem er langt yfir sextán prósenta mörkum Fjármálaeftirlitsins (FME). Hagnaður Landsbankans var töluvert minni en á sama tímabili í fyrra þegar bankinn hagnaðist um 24,4 milljarða króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi bankans nam 9,4 milljörðum króna. Hagnaður af aflagðri starfsemi var 2,5 milljarðar króna, og er að mestu tilkominn vegna sölu á 75 prósentum hlutafjár í Regin hf., en félagið var sett á markað í sumar. Sú sala ein og sér skilaði bankanum 1,7 milljörðum króna. Virðisbreyting útlána var neikvæð um 3,5 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Landsbankans var 11,5 prósent og eiginfjárhlutfallið 23,3 prósent. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira