Öfundsýki út í yfirburðafólk Bergur Hauksson skrifar 31. ágúst 2012 11:00 Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýðheilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórnsýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvatur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Hafstein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmálamenn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan málflutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið siðvæddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýðheilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórnsýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvatur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Hafstein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmálamenn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan málflutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið siðvæddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar