Lífið

Leikur repúblikana

í hlutverki reagans Michael Douglas er í samningaviðræðum um að leika Ronald Reagan.nordicphotos/getty
í hlutverki reagans Michael Douglas er í samningaviðræðum um að leika Ronald Reagan.nordicphotos/getty
Óskarsverðlaunaleikarinn Michael Douglas er í samningaviðræðum um að leika Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta, í væntanlegri mynd um leiðtogafundinn í Höfða. Þessar viðræður hafa komið sumum á óvart því sjálfur er Douglas harður stuðningsmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum en Reagan var repúblikani.

Myndin kallast Reykjavík og gerist árið 1986. Bretinn Mike Newell mun hugsanlega leikstýra myndinni og framleiðendur verða Ridley Scott, leikstjóri Prometheus, og David W. Zucker. Hollywood Reporter greinir frá því að ekki hefur verið ákveðið hver fer með hlutverk Mikhails Gorbatsjov, fyrrverandi forseta Sovétríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×