MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni 29. ágúst 2012 11:00 Forstjóri Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að sá eiginfjárgrunnur sem bankinn sé með í dag fari að verða takmarkandi þáttur í vexti hans. MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri". Fréttir Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri".
Fréttir Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira