MP banki skoðar að sækja nýtt hlutafé á næstunni 29. ágúst 2012 11:00 Forstjóri Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir að sá eiginfjárgrunnur sem bankinn sé með í dag fari að verða takmarkandi þáttur í vexti hans. MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri". Fréttir Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
MP banki stefnir að því að sækja sér aukið hlutafé á komandi vetri til að geta haldið vexti sínum áfram. Eignir bankans hafa aukist hratt og samhliða hefur eiginfjárhlutfall hans lækkað. Um mitt þetta ár var það orðið 14,3 prósent en eigið fé hans er 5,2 milljarðar króna. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP Banka, staðfestir að hlutafjáraukning verði skoðuð. „Hlutirnir eru að ganga vel hjá bankanum og okkur er að takast mjög vel að auka viðskiptamagn. Samhliða hefur komið að því að sá eiginfjárgrunnur sem við erum með í dag fer að verða takmarkandi þáttur. Um þessar mundir er því verið að fara yfir frekari útfærslur á því að auka eiginfjárgrunn bankans til að geta haldið áfram á þessari vaxtarbraut. Á meðal þess sem verður skoðað er að sækja okkur nýtt hlutafé." Að sögn Sigurðar Atla myndi það gerast í vetur. Spurður hvort einvörðungu verði leitað inn í núverandi hluthafahóp eftir þeirri innspýtingu segir hann að slíkt verði skoðað með núverandi hluthöfum. „Það yrði síðan ákvörðun stjórnar og hluthafafundar ef af yrði. En við höfum ekkert skoðað það frekar varðandi aðkomu fjárfesta sem eru ekki í hluthafahópnum í dag." Þegar nýir hluthafar, undir forystu Skúla Mogensen, tóku yfir MP banka í fyrra var það yfirlýst markmið þeirra að skrá hann á markað innan þriggja ára. Sigurður Atli segir stjórnendur bankans enn vera að vinna samkvæmt því markmiði. MP banki birti hálfsársuppgjör sitt í gær. Bankinn hagnaðist um 119 milljónir króna á tímabilinu, sem er verulegur viðsnúningur frá 681 milljóna króna tapi á sama tímabili í fyrra. Rekstrartölur milli ára eru þó ekki samanburðarhæfar, enda tóku nýir eigendur við bankanum í apríl í fyrra eftir að hafa keypt íslenskar og litháískar eignir gamla MP banka, og lagt nýja bankanum til 5,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Alls námu eignir bankans um 71,8 milljörðum króna um mitt þetta ár og jukust um 43 prósent á milli ára. Handbært fé MP banka hefur einnig aukist mjög hratt. Í lok þriðja ársfjórðungs 2011 var það 15,8 milljarðar króna en var 28,6 milljarðar króna í lok júní síðastliðins. Á sama tíma lækkuðu eignir bankans í verðtryggðum bréfum um 7,5 milljarða króna. Helstu skýringar á vexti bankans er að finna í því að útlán hans hafa aukist úr 7,6 milljörðum króna í 20,7 milljarða króna á einu ári. Innlán og peningamarkaðsinnlán jukust á sama tíma um 39 prósent og eru nú 51,1 milljarður króna. Bæði þóknana- og vaxtatekjur MP banka hafa vaxið mikið milli ára. Þóknanatekjur bankans voru 72 milljónir króna um mitt síðasta ár en 623 milljónir króna í lok júní 2012. Vaxtatekjur bankans jukust úr því að vera neikvæðar um 45 milljónir króna í að vera jákvæðar um 851 milljón króna á sama tímabili. Afskriftir bankans af útlánum voru umfram rekstaráætlanir, eða 254 milljónir króna. Í tilkynningu sem fylgdi uppgjörinu segir að þær skýrist „af sérstakri niðurfærslu vegna einnar tiltekinnar eignar sem nýir hluthafar tóku yfir frá fyrri eigendum samfara hlutafjáraukningu í fyrra. Án hennar væri afkoma bankans um 170 milljónum króna betri".
Fréttir Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira