Brad Pitt á að hafa slegið á þráðinn til hinnar nýtrúlofuðu Jennifer Aniston og óskað henni til hamingju með trúlofunina.
Justin Theroux, kærasti Aniston, bar upp bónorðið á afmælisdegi sínum á föstudaginn en þau hafa verið saman í rúmt ár. Samkvæmt heimildum Perez Hilton á Pitt að hafa hringt stutt símtal til Aniston og spurt í stríðni hvort hann ætti að taka frá brúðkaupsdaginn. Þau eiga að hafa hlegið saman og hann sagst virkilega samgleðjast henni og Justin. Það er gott að vita þar sem þau hafa sjaldan samband núorðið.
Pitt og Aniston skildu í janúar 2005 eftir framhjáhald hans með Angelinu Jolie. Nú er síðarnefnt par á leið í hnapphelduna að öllum líkindum um helgina á heimili þeirra í Suður-Frakklandi.
Lífið