Ekkert heimili í Grikklandi farið í þrot vegna hækkunar lána Bolli Héðinsson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminumÍsland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðlaðist sjálfstæði. Aðlögun að upplýsingakerfum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlögun“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrkveitingar sem auðveldar upplýsingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræðum við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðisflokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn systurflokka sinna í Evrópu, er andsnúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminumÍsland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðlaðist sjálfstæði. Aðlögun að upplýsingakerfum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlögun“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrkveitingar sem auðveldar upplýsingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræðum við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðisflokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn systurflokka sinna í Evrópu, er andsnúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB?
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar