

Um neteinelti
COST verkefniðVerkefnið fjallar um einelti við uppeldisaðstæður. Einelti á sér þó stað að einhverju leyti hjá öllum aldurshópum. En vissulega eru 11–16 ára börn og unglingar að læra samskipti og prófa hvað þau komast upp með og í þeirra hópi eru afleiðingarnar alvarlegastar. Það var flutningur stríðni frá skólalóðinni út á netið og á farsímana sem var upphaf þessara rannsókna. Netið er öflugur miðill og alvarleiki eineltis breytist mikið með notkun þess og það stendur þá líka yfir í frítíma, um helgar, jafnvel allan sólarhringinn og árásirnar geta tengst nafni þolandans alla ævi.
Erfitt er að gera sér grein fyrir umfangi málsins, en fjöldi sjálfsvíga ungra þolenda hefur vakið mikla athygli. Þótt þau megi rekja til eineltis eru þau jafnan skráð á aðrar orsakir. Fram hefur komið að þunglyndi er algeng afleiðing eineltis, en margir líkamlegir kvillar fylgja því líka, enda líðan á líkama og sál oft samtvinnuð.
SkilgreiningarVinnuhópur 1 í COST verkefninu lagði á ráðstefnunni fram niðurstöður rannsókna sem m.a. koma fram í greininni Cyberbullying: Labels, behaviours and definition in three European countries sem birtist í Australian Journal of Guidance and Counselling, 20. árg. (2) á árinu 2010. Höfundar eru Nocentini, A. og fleiri.
Fram kom að algengustu formin voru að senda meiðandi texta eða skriflegt einelti, meiðandi myndbirting eða myndbirting sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs, sem er sýnilegt einelti, að afla sér persónulegra upplýsinga um hinn einelta eða upplýsingar sem leynt eiga að fara eða að komast yfir netauðkenni hans, sem er innrás í persónulegt líf hans, og að fjarlægja hann úr nethópum, sem er útskúfun. Þetta eru ný eineltisform frá því sem viðgengist hefur á skólalóðinni, nema útskúfun.
Við greiningu á neteinelti er miðað við að það hafi verið gert viljandi og sé meiðandi, að það sé endurtekið hvað eftir annað innan ákveðins tímaramma (t.d. viku), að valdaójafnvægi sé til staðar þannig að hinn einelti viti ekki hvernig hann eigi að verja sig og að nafnleysi og opinberri birtingu hafi verið beitt.
Í rannsókn sem tók saman niðurstöður margra fræðigreina kom fram að meiðandi vilji væri nánast alltaf til staðar. Hins vegar eru endurteknar árásir sjaldgæfari eða í um 60% tilfella. Valdaójafnvægi var í tæplega 30% tilvika. Í sömu rannsókn kom fram að farsímar og snjallsímar væru mest notaðir til eineltis, en notkun hreyfimynda fer vaxandi. Birtingar á YouTube eru þannig mikið til umræðu í Bandaríkjunum, en þær þykja verulega meiðandi og eru stundum kynferðislegs eðlis.
Aukin umræðaVaxandi meðvitund og rannsóknir hafa aukið skilning á málefninu. Athyglin beinist sífellt meira að gerandanum, en í upphafi beindist hún að þolandanum, að veikleikum hans og hvort hann hefði einkenni sem kölluðu á hjálp. Þessi umskipti eru afar mikilvæg, en til þessa hafa þolendur hrökklast úr skólum vegna eineltis, en reikna má með því að í framtíðinni verði gerendur látnir fara.
Í Ástralíu eru í gildi lög sem banna einelti. Foreldrar koma með farsíma og tölvur til lögreglu sem sönnunargögn og kærur eru lagðar fram. En margir sálfræðingar eru andvígir því að unglingar komist á sakaskrá vegna neteineltis sem þeir telja að sé uppeldislegt verkefni foreldra og skóla. Þar í álfu er í gangi rannsókn sem á að skýra frekar mögulegt hlutverk lagasetningar í eineltismálum.
NiðurlagCOST verkefnið hefur staðið yfir í tæp fjögur ár og er að nálgast endalok sín. Mikilli þekkingu hefur verið safnað saman á vegum þess og nú er verið að kynna hana og koma henni í búning fyrir almenning og fræðimenn. Evrópusambandið hefur sýnt þessum málum áhuga og stjórnvöld hér á landi takast á við þau á margan hátt. Mikilvægt er að hefja rannsóknir á neteinelti hér á landi.
Skoðun

Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Myllan sem mala átti gull
Andrés Kristjánsson skrifar

Sjö mýtur um loftslagsbreytingar
Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Pírati pissar í skóinn sinn
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu
Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar

Fáum presta aftur inn í skólana
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina
Hópur Röskvuliða skrifar

Icelandic Learning is a Gendered Health Issue
Logan Lee Sigurðsson skrifar

Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar
Már Wolfgang Mixa skrifar

Framtíð Öskjuhlíðar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar