Evrópa unga fólksins er fyrir þig! Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. Ég hef tekið þátt í þremur námskeiðum sem ætluð voru fólki sem vinnur með ungu fólki og tekið þátt í tveimur ungmennaskiptum. Fyrsta námskeiðið sem ég fór á hét ATOQ og var haldið í Frakklandi. Námskeiðið var fyrir starfsfólk sem hafði haldið utan um ungmennaskipti og var kafað á dýptina um það hvernig hægt er að auka gæði ungmennaskipta. Á þessu námskeiði voru þjálfarar héðan og þaðan úr Evrópu og var námskeiðið frábær blanda af skemmtilegum æfingum, leikjum og fræðslu. Næsta námskeið sem ég sótti hét How to Get in the Game og var það haldið í Berlín. Á þessu námskeiði voru saman komnir starfsmenn í æskulýðsgeiranum, ungir frumkvöðlar og ungir listamenn. Markmiðið með námskeiðinu var að leiða saman þessa þrjá ólíku hópa og finna út hvernig þeir gætu unnið saman. Hvað æskulýðsstarfsmaðurinn gat gert fyrir ungt skapandi fólk og öfugt. Þar lærði ég fjölbreyttar aðferðir um hvernig hægt er að beita frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi í starfi með ungu fólki. En eins og áður kom fram styður EUF frumkvæðisverkefni ungs fólks og því góður vettvangur til að beita frumkvöðlastarfi í tómstundastarfi. Þriðja námskeiðið sem ég fór á hét Eye Opener og fór það fram í Portúgal. Námskeiðið var hugsað fyrir starfsfólk í æskulýðsgeiranum og átti að bjóða með sér einu eða tveimur ungmennum. Þetta námskeið sneri að því hvernig maður á að skipuleggja ungmennaskipti og á sama tíma hámarka þátttöku ungmenna í verkefninu svo þau komi að öllum þáttum skipulagsins. Þetta námskeið var alveg frábært því þarna fékk unga fólkið reynslu af alþjóðlegu samstarfi, myndaði tengslanet og er strax byrjað að skipuleggja tvö ungmennaskiptaverkefni með alþjóðlegum samstarfsaðilum. Þetta auðveldar mjög leiðarvísastarfið sem starfsmaður í félagsmiðstöð á að vinna. Eins og sjá má eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi. Þess má einnig til gamans geta að það kostar 5.000 krónur að sækja námskeið á vegum EUF og innifalið í því er flug, lestarferðir, matur, gisting og námskeiðið sjálft. Slík kjör fyrirfinnast varla annars staðar. Ég veit að ég mun halda áfram að nýta mér þessa frábæru áætlun. Ég mun halda áfram að sækja mér alþjóðlega menntun á sviði æskulýðsmála og stækka alþjóðlega tengslanetið mitt. Ég mun einnig halda áfram að sækja um styrki til að halda ungmennaskipti og lýðræðisverkefni með Ungmennaráði Seltjarnarness. Við stefnum bæði á að fá erlend ungmennaráð til landsins á næsta ári sem og að halda út til Búdapest í ungmennaskipti. Ef þú hefur áhuga að nýta þér þetta frábæra tækifæri þá er hægt að nálgast allar upplýsingar um EUF á www.euf.is. EUF gefur einnig út fréttabréf sem inniheldur ávallt námskeið á vegum EUF sem hafa frátekin sæti fyrir Íslendinga. Einnig er hægt að finna erlenda samstarfsaðila og sjá yfirlit yfir öll þau verkefni og námskeið sem EUF býður upp á á síðunni http://www.salto-youth.net/. Ef fólk vill svo fá meiri upplýsingar er einfaldlega hægt á hringja niður á landsskrifstofu EUF en starfsfólkið þar eru allt að vilja gert til að aðstoða mann við allar tegundir verkefna. Ég hvet því alla til að nýta sér þetta frábæra tækifæri sem Evrópa unga fólksins er. Hvort sem það er til að bæta við alþjóðlegri vídd í æskulýðsstarfið sem það starfar við eða til að sækja sér menntun á erlendri grundu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun