Huang Gnarr Sighvatur Björgvinsson skrifar 31. júlí 2012 06:00 Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. „Sjá roðann í austri/hann brýtur sér braut“, sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrndinni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaðahálendið. Og – eins og íslensku útrásarvíkingarnir – heillar þúsundirnar upp úr skónum með fögrum framtíðarfyrirheitum. Dreymnir Íslendingar, sem neyddust til að hætta að láta sig dreyma um Ísland sem miðdepilinn í fjármálaumsvifum heimsins, sjá nú fyrir sér heilsuhótel og golfvöll uppi á öræfum landsins, ásamt með flugvelli fyrir farþegaþotur (sumir halda orrustuþotur), hundrað villur við hótelið fyrir austræna auðmenn (sumir halda leiðtoga kínverskra kommúnista), risaumskipunarhöfn rétt við hlaðið á Gunnarsstöðum (sumir halda herskipahöfn), olíuhreinsunarstöð á hafnarbakkanum og risahótel í Reykjavík (fyrir ennþá fleiri kínverska kommúnista). „And you ain’t seen nothing yet“, eins og komist var svo vel að orði þegar íslensku útrásarvíkingarnir voru um það bil að leggja undir sig heiminn. „You ain"t seen nothing yet.“ Hvílíkur sæluhrollur fer um landann þegar þessi orð og atvik rifjast upp. Sjálfur voldugi kínverski drekinn sér mikilleik landans og landsins og hyggst hefja land og landsmenn upp í þann háa sess sem vér vitum oss ber en þar sem öfundsjúkir og illa þenkjandi útlendingar (ekki þó Kínverjar) stöðvuðu oss í miðri vegferð. Já, roðinn úr austri hann brýtur oss braut. Kínverjar eru sagðir vera vitmenn miklir, Konfúsíus og Lao Tse voru miklir vitringar. Ekki fer hins vegar eins mikið orð af Kínverjum fyrir glens eins og gáfur. Kínverjanum Huang Nubo hefur til dæmis ekki hugkvæmst eins og Jóni Gnarr að bjóða landsmönnum upp á hvítabjörn í húsdýragarðinn þó svo Kínverjinn segist eins og Jón vilja gera allt fyrir aumingja. Þess vegna er Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík en ekki Huang Nubo. Jón Gnarr hefur nefnilega miklu meiri húmor en Huang Nubo – þó hann sé að vísu ekki jafn stórtækur. Gnarr hefur nefnilega þennan fína húmor – ekki þennan stórkarlalega. Ekki svona svakalega stórkarlalegan. Er svo miklu betri en Huang í að gnarrast í fólki. Enda Íslendingur! Nema hvað?!? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. „Sjá roðann í austri/hann brýtur sér braut“, sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrndinni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaðahálendið. Og – eins og íslensku útrásarvíkingarnir – heillar þúsundirnar upp úr skónum með fögrum framtíðarfyrirheitum. Dreymnir Íslendingar, sem neyddust til að hætta að láta sig dreyma um Ísland sem miðdepilinn í fjármálaumsvifum heimsins, sjá nú fyrir sér heilsuhótel og golfvöll uppi á öræfum landsins, ásamt með flugvelli fyrir farþegaþotur (sumir halda orrustuþotur), hundrað villur við hótelið fyrir austræna auðmenn (sumir halda leiðtoga kínverskra kommúnista), risaumskipunarhöfn rétt við hlaðið á Gunnarsstöðum (sumir halda herskipahöfn), olíuhreinsunarstöð á hafnarbakkanum og risahótel í Reykjavík (fyrir ennþá fleiri kínverska kommúnista). „And you ain’t seen nothing yet“, eins og komist var svo vel að orði þegar íslensku útrásarvíkingarnir voru um það bil að leggja undir sig heiminn. „You ain"t seen nothing yet.“ Hvílíkur sæluhrollur fer um landann þegar þessi orð og atvik rifjast upp. Sjálfur voldugi kínverski drekinn sér mikilleik landans og landsins og hyggst hefja land og landsmenn upp í þann háa sess sem vér vitum oss ber en þar sem öfundsjúkir og illa þenkjandi útlendingar (ekki þó Kínverjar) stöðvuðu oss í miðri vegferð. Já, roðinn úr austri hann brýtur oss braut. Kínverjar eru sagðir vera vitmenn miklir, Konfúsíus og Lao Tse voru miklir vitringar. Ekki fer hins vegar eins mikið orð af Kínverjum fyrir glens eins og gáfur. Kínverjanum Huang Nubo hefur til dæmis ekki hugkvæmst eins og Jóni Gnarr að bjóða landsmönnum upp á hvítabjörn í húsdýragarðinn þó svo Kínverjinn segist eins og Jón vilja gera allt fyrir aumingja. Þess vegna er Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík en ekki Huang Nubo. Jón Gnarr hefur nefnilega miklu meiri húmor en Huang Nubo – þó hann sé að vísu ekki jafn stórtækur. Gnarr hefur nefnilega þennan fína húmor – ekki þennan stórkarlalega. Ekki svona svakalega stórkarlalegan. Er svo miklu betri en Huang í að gnarrast í fólki. Enda Íslendingur! Nema hvað?!?
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar