Steinunn fetar í fótspor foreldra sinna 25. júlí 2012 07:00 Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona hljómsveitarinnar The Charlies, hannar og selur skart á netinu. Hún fetar þar með í fótspor foreldra sinna sem eiga skartgripaverslun á Laugavegi. „Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá," segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Steinunn Camilla á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hennar eiga skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi og segist Steinunn hafa eytt miklum tíma í versluninni sem barn. „Ég er nánast alin upp í verslun foreldra minna og gæti ekki ímyndað mér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar. Ég er afskaplega stolt af skartgripaarfleið okkar." Steinunn Camilla hefur þegar hannað tvær línur undir nafninu Carma Camilla. Sú fyrri ber heitið Isis og sótti söngkonan innblástur að henni til Egypta til forna. Aðallínan kallast Liberty og er innblásin af Frelsisstyttunni. „Sú lína var kristaltær í hausnum á mér en ég var lengi að prófa mig áfram með hana," segir Steinunn og bætir við: „Ég legg mikla natni í hvern grip og hætti ekki fyrr en ég er orðin fullkomlega sátt og því eru þeir mér allir mjög hjartfólgnir." Steinunn handgerir hvern grip og blandar gjarnan eldri skartgripum sem hún hefur sankað að sér síðustu tíu árin saman við hönnun sína. Gripina selur hún á vefsíðunni Carmacamilla.com og að sögn Steinunnar hefur eftirspurnin eftir skartinu verið gríðarlega mikil og var það hvatinn að því að hún opnaði netverslunina. - sm Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá," segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Steinunn Camilla á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hennar eiga skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi og segist Steinunn hafa eytt miklum tíma í versluninni sem barn. „Ég er nánast alin upp í verslun foreldra minna og gæti ekki ímyndað mér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar. Ég er afskaplega stolt af skartgripaarfleið okkar." Steinunn Camilla hefur þegar hannað tvær línur undir nafninu Carma Camilla. Sú fyrri ber heitið Isis og sótti söngkonan innblástur að henni til Egypta til forna. Aðallínan kallast Liberty og er innblásin af Frelsisstyttunni. „Sú lína var kristaltær í hausnum á mér en ég var lengi að prófa mig áfram með hana," segir Steinunn og bætir við: „Ég legg mikla natni í hvern grip og hætti ekki fyrr en ég er orðin fullkomlega sátt og því eru þeir mér allir mjög hjartfólgnir." Steinunn handgerir hvern grip og blandar gjarnan eldri skartgripum sem hún hefur sankað að sér síðustu tíu árin saman við hönnun sína. Gripina selur hún á vefsíðunni Carmacamilla.com og að sögn Steinunnar hefur eftirspurnin eftir skartinu verið gríðarlega mikil og var það hvatinn að því að hún opnaði netverslunina. - sm
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira