Steinunn fetar í fótspor foreldra sinna 25. júlí 2012 07:00 Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona hljómsveitarinnar The Charlies, hannar og selur skart á netinu. Hún fetar þar með í fótspor foreldra sinna sem eiga skartgripaverslun á Laugavegi. „Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá," segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Steinunn Camilla á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hennar eiga skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi og segist Steinunn hafa eytt miklum tíma í versluninni sem barn. „Ég er nánast alin upp í verslun foreldra minna og gæti ekki ímyndað mér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar. Ég er afskaplega stolt af skartgripaarfleið okkar." Steinunn Camilla hefur þegar hannað tvær línur undir nafninu Carma Camilla. Sú fyrri ber heitið Isis og sótti söngkonan innblástur að henni til Egypta til forna. Aðallínan kallast Liberty og er innblásin af Frelsisstyttunni. „Sú lína var kristaltær í hausnum á mér en ég var lengi að prófa mig áfram með hana," segir Steinunn og bætir við: „Ég legg mikla natni í hvern grip og hætti ekki fyrr en ég er orðin fullkomlega sátt og því eru þeir mér allir mjög hjartfólgnir." Steinunn handgerir hvern grip og blandar gjarnan eldri skartgripum sem hún hefur sankað að sér síðustu tíu árin saman við hönnun sína. Gripina selur hún á vefsíðunni Carmacamilla.com og að sögn Steinunnar hefur eftirspurnin eftir skartinu verið gríðarlega mikil og var það hvatinn að því að hún opnaði netverslunina. - sm Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá," segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Steinunn Camilla á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hennar eiga skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi og segist Steinunn hafa eytt miklum tíma í versluninni sem barn. „Ég er nánast alin upp í verslun foreldra minna og gæti ekki ímyndað mér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar. Ég er afskaplega stolt af skartgripaarfleið okkar." Steinunn Camilla hefur þegar hannað tvær línur undir nafninu Carma Camilla. Sú fyrri ber heitið Isis og sótti söngkonan innblástur að henni til Egypta til forna. Aðallínan kallast Liberty og er innblásin af Frelsisstyttunni. „Sú lína var kristaltær í hausnum á mér en ég var lengi að prófa mig áfram með hana," segir Steinunn og bætir við: „Ég legg mikla natni í hvern grip og hætti ekki fyrr en ég er orðin fullkomlega sátt og því eru þeir mér allir mjög hjartfólgnir." Steinunn handgerir hvern grip og blandar gjarnan eldri skartgripum sem hún hefur sankað að sér síðustu tíu árin saman við hönnun sína. Gripina selur hún á vefsíðunni Carmacamilla.com og að sögn Steinunnar hefur eftirspurnin eftir skartinu verið gríðarlega mikil og var það hvatinn að því að hún opnaði netverslunina. - sm
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira