Uppgjör við fortíðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. júlí 2012 06:00 Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar