Þingforseti segir hótel óboðlegt löggjafanum 13. júlí 2012 09:00 alþingi, þingmenn, þingflokksformenn, forseti alþingis ásta ragnheiður jóhannesdóttir „Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég hef verulegar áhyggjur af þessum tillögum og því sem þær bera með sér gagnvart Alþingi. Það verður að taka tillit til löggjafans," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, um vinningstillögu í samkeppni um hótel í Landsímahúsinu gegnt þinginu. Hún hefur sent Reykjavíkurborg bréf þar sem athugasemdum þingsins við tillöguna er komið á framfæri. Þá hefur forsætisnefnd þingsins rætt málið og mun taka það fyrir á sumarfundi sínum í ágúst. „Það er verið að færa byggingar alveg að Alþingisreitnum, alveg út í gangstétt. Þetta þrengir mjög að gömlu húsunum sem við höfum verið að gera upp á Alþingisreitnum og mun skyggja algjörlega á þau." Ásta Ragnheiður segist hafa fundað með borgaryfirvöldum áður en samkeppnin var haldin til að gera þeim grein fyrir afstöðu þingsins. „En það hvarflaði aldrei að okkur að menn ætluðu að færa byggingarnar alveg ofan í skrifstofuhúsnæði þingsins. Hér í þessum gömlu húsum verður bara myrkur ef þetta verður að veruleika, sem löggjafinn getur vart sætt sig við. Almennt er það þannig að þinghús hafa gott rými í kringum sig og það er ekki byggt ofan í þau. Ég held að við eigum að hafa það stolt gagnvart löggjafarsamkundunni að gefa henni gott rými og að þessi fallegu, gömlu hús fái að njóta sín. Það munu þau ekki gera ef þetta verður að veruleika." Ásta Ragnheiður segir annað áhyggjuefni vera umferðina á svæðinu. Nú þegar sé mjög mikil umferð um svæðið vegna fjölmargra hótela. „Það er geysileg umferð um Kirkjustræti og Aðalstræti og hér standa rútur, trukkar, háfjallabílar og bílaleigubílar þvers og kruss um allt og það er nánast ekki hægt að komast hér að. Mér finnst það ekki boðlegt löggjafanum að fá svona mikið byggingamagn á svæðið." Atburðir í nágrenni þinghúsa víða um heim hafa orðið til þess að meira hefur verið hugað að öryggismálum að undanförnu, að sögn Ástu Ragnheiðar. Þess vegna þurfi að vera auðveld aðkoma að húsinu og nefnir hún sem dæmi að á reitnum séu gömul og viðkvæm timburhús. Rætt hefur verið um að Alþingi kaupi Landsímahúsið og noti undir skrifstofur. Ásta Ragnheiður segir þingið hafa skoðað ýmsar leiðir til að leysa húsnæðisvandann, en hún viti ekki betur en að eigendur hússins vilji bara reka þar hótel. - þeb
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira