Hluthafasjálfsvörn Baldur Thorlacius skrifar 12. júlí 2012 06:00 „Most shareholders are galvanized into action only when their rights have been trampled upon, and they would better to be more proactive in the first place" – IR Magazine, júní 2009. Ofangreind tilvitnun lýsir ákveðnum veikleika sem hlutabréfamarkaðir glíma gjarnan við, þ.e. að hluthafar láti ekki að sér kveða fyrr en búið er að traðka á réttindum þeirra og það er orðið um seinan. Þegar talað er um að traðkað sé á réttindum hluthafa þekkir maður því miður ótal dæmi frá árunum um og í kringum hrunið þar sem efast má um að hagsmunir hluthafa hafi verið í heiðri hafðir. Dæmi um að stjórnendur félaga hafi tekið of mikla áhættu og tapað að lokum umtalsverðum fjármunum, dæmi um að rekstur félaga hafi í veigamiklum atriðum tekið mið af hagsmunum stærstu hluthafa þeirra og þá á kostnað smærri hluthafa o.s.frv. Það sem fólk áttar sig ekki alltaf á er að þetta geta verið atriði sem liggja fyrir utan verksvið opinberra eftirlitsaðila og að það sé á ábyrgð fjárfestanna sjálfra að gæta réttar síns og verja hagsmuni sína eftir bestu getu. En hvernig geta fjárfestar varið hagsmuni sína? Þeir munu því miður aldrei geta varið sig fullkomlega, þar sem fjárfesting í hlutabréfum er og verður alltaf áhættufjárfesting, en ef rétt er haldið á spilunum geta hluthafar þó komið einhverjum vörnum við og jafnvel stuðlað að bættum markaði á sama tíma. Hér á eftir verða tekin til nokkur atriði sem fjárfestar á hlutabréfamarkaði geta haft í huga og er umfjölluninni skipt í þrennt: að vanda valið, láta í sér heyra og að kjósa með fótunum.Að vanda valið Nauðsynlegt er að fjárfestar geri strangar kröfur til fyrirtækja á markaði og byggi fjárfestingarákvarðanir sínar ekki einungis á hefðbundnum greiningum á kennitölum og fjárhagsupplýsingum heldur einnig á annars konar upplýsingum, s.s. um stjórnarhætti viðkomandi fyrirtækis og trúverðugleika stjórnenda og stærstu eigenda þess. Verðmat greiningardeilda nær t.d. yfirleitt ekki til slíkra atriða og er því sérstaklega nauðsynlegt að fjárfestar kynni sér þau á eigin forsendum og móti sér sjálfstæða skoðun.Að láta í sér heyra Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir ákveðin ábyrgð. Að vera hluthafi í hlutafélagi er að vera einn af eigendum þess og því er mikilvægt að hluthafar, stórir sem smáir, átti sig á því í hverju það felst. Hlutafélög eiga að vera rekin með hagsmuni eigenda þeirra að leiðarljósi, þ.e. allra hluthafa þeirra, og er það m.a. hlutverk hluthafa að sjá til þess að svo sé. Hluthafar kjósa aðila til þess að sitja í stjórn viðkomandi félags fyrir sína hönd og veita þeim umboð til þess að taka ýmsar ákvarðanir er varða félagið. Hluthafar eiga auk þess rétt á því að kjósa um önnur mikilvæg málefni á hluthafafundum, s.s. greiðslu arðs, starfskjarastefnu, þóknun fyrir stjórnarsetu og margt fleira. Þá eru hluthafafundir einnig vettvangur hluthafa til að segja sína skoðun á málefnum er tengjast viðkomandi félagi og rekstri þess, spyrja spurninga og jafnvel fá svör við þeim á staðnum frá stjórnendum og/eða stjórnarmönnum. Þetta vald hluthafa hefur verið vannýtt hér á landi, sem og reyndar víðar. Ef nógu hátt hlutfall hluthafa telst „óvirkt" og tekur ekki þátt í því að móta stefnu viðkomandi félags býður það stjórnendum og/eða öðrum (yfirleitt stórum) hluthöfum upp á að stýra viðkomandi félagi eftir eigin höfði, sem getur farið illa. Virkt aðhald hluthafa stuðlar að bættum stjórnarháttum og dregur úr líkunum á hagsmunaárekstrum og umboðsvanda (e. principal-agent problem). Að kjósa með fótunum Rétt eins og það er nauðsynlegt að fjárfestar hugi vandlega að því að félög fylgi góðum stjórnarháttum og að þeim sé stýrt með trúverðugum og heiðarlegum hætti áður en ákveðið er að kaupa hlutabréf þeirra getur að sama skapi verið nauðsynlegt fyrir eigendur að íhuga sölu á hlutabréfum sínum verði þeir þess áskynja að svo sé ekki. Ef slæmir stjórnarhættir auka söluþrýsting og lækka hlutabréfaverð (hafa m.ö.o. tilfinnanlegar afleiðingar) eru stjórnarmenn líklegri til þess að ráða faglega og heiðarlega stjórnendur og ráðnir stjórnendur líklegri til þess að viðhafa góða stjórnarhætti.Samandregið Í stuttu máli snýst ofangreint um að krefjast þess að aðilar sem sýsla með fjármuni hluthafanna, þ.e. stjórnendur og stjórnarmenn, vinni starf sitt af heilindum, taki ekki óþarfa áhættu og vinni að hagsmunum allra hluthafa en ekki einungis þeirra stærstu. Krafan þarf að vera raunveruleg og viðkomandi aðilar þurfa að finna fyrir henni. Þar sem aðkoma almennings að hlutabréfamörkuðum fer að stóru leyti fram í gegnum lífeyrissjóðina er sérstaklega brýnt að þeir hugi vel að þessum málefnum og standi ekki á hliðarlínunni. Ákveðin jákvæð teikn má sjá á lofti, svo sem meiri áhuga á bættum stjórnarháttum og aukna meðvitund um lög og reglur á markaði, en björninn er langt frá því að vera unninn. Vísbendingar eru t.d. um að dagar hinna óvirku hluthafa séu ekki taldir, sem er afar miður. Baráttan fyrir heilbrigðum markaði er og verður alltaf viðvarandi samstarfsverkefni allra sem að honum koma, og í henni má aldrei slá slöku við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Skoðanir Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
„Most shareholders are galvanized into action only when their rights have been trampled upon, and they would better to be more proactive in the first place" – IR Magazine, júní 2009. Ofangreind tilvitnun lýsir ákveðnum veikleika sem hlutabréfamarkaðir glíma gjarnan við, þ.e. að hluthafar láti ekki að sér kveða fyrr en búið er að traðka á réttindum þeirra og það er orðið um seinan. Þegar talað er um að traðkað sé á réttindum hluthafa þekkir maður því miður ótal dæmi frá árunum um og í kringum hrunið þar sem efast má um að hagsmunir hluthafa hafi verið í heiðri hafðir. Dæmi um að stjórnendur félaga hafi tekið of mikla áhættu og tapað að lokum umtalsverðum fjármunum, dæmi um að rekstur félaga hafi í veigamiklum atriðum tekið mið af hagsmunum stærstu hluthafa þeirra og þá á kostnað smærri hluthafa o.s.frv. Það sem fólk áttar sig ekki alltaf á er að þetta geta verið atriði sem liggja fyrir utan verksvið opinberra eftirlitsaðila og að það sé á ábyrgð fjárfestanna sjálfra að gæta réttar síns og verja hagsmuni sína eftir bestu getu. En hvernig geta fjárfestar varið hagsmuni sína? Þeir munu því miður aldrei geta varið sig fullkomlega, þar sem fjárfesting í hlutabréfum er og verður alltaf áhættufjárfesting, en ef rétt er haldið á spilunum geta hluthafar þó komið einhverjum vörnum við og jafnvel stuðlað að bættum markaði á sama tíma. Hér á eftir verða tekin til nokkur atriði sem fjárfestar á hlutabréfamarkaði geta haft í huga og er umfjölluninni skipt í þrennt: að vanda valið, láta í sér heyra og að kjósa með fótunum.Að vanda valið Nauðsynlegt er að fjárfestar geri strangar kröfur til fyrirtækja á markaði og byggi fjárfestingarákvarðanir sínar ekki einungis á hefðbundnum greiningum á kennitölum og fjárhagsupplýsingum heldur einnig á annars konar upplýsingum, s.s. um stjórnarhætti viðkomandi fyrirtækis og trúverðugleika stjórnenda og stærstu eigenda þess. Verðmat greiningardeilda nær t.d. yfirleitt ekki til slíkra atriða og er því sérstaklega nauðsynlegt að fjárfestar kynni sér þau á eigin forsendum og móti sér sjálfstæða skoðun.Að láta í sér heyra Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir ákveðin ábyrgð. Að vera hluthafi í hlutafélagi er að vera einn af eigendum þess og því er mikilvægt að hluthafar, stórir sem smáir, átti sig á því í hverju það felst. Hlutafélög eiga að vera rekin með hagsmuni eigenda þeirra að leiðarljósi, þ.e. allra hluthafa þeirra, og er það m.a. hlutverk hluthafa að sjá til þess að svo sé. Hluthafar kjósa aðila til þess að sitja í stjórn viðkomandi félags fyrir sína hönd og veita þeim umboð til þess að taka ýmsar ákvarðanir er varða félagið. Hluthafar eiga auk þess rétt á því að kjósa um önnur mikilvæg málefni á hluthafafundum, s.s. greiðslu arðs, starfskjarastefnu, þóknun fyrir stjórnarsetu og margt fleira. Þá eru hluthafafundir einnig vettvangur hluthafa til að segja sína skoðun á málefnum er tengjast viðkomandi félagi og rekstri þess, spyrja spurninga og jafnvel fá svör við þeim á staðnum frá stjórnendum og/eða stjórnarmönnum. Þetta vald hluthafa hefur verið vannýtt hér á landi, sem og reyndar víðar. Ef nógu hátt hlutfall hluthafa telst „óvirkt" og tekur ekki þátt í því að móta stefnu viðkomandi félags býður það stjórnendum og/eða öðrum (yfirleitt stórum) hluthöfum upp á að stýra viðkomandi félagi eftir eigin höfði, sem getur farið illa. Virkt aðhald hluthafa stuðlar að bættum stjórnarháttum og dregur úr líkunum á hagsmunaárekstrum og umboðsvanda (e. principal-agent problem). Að kjósa með fótunum Rétt eins og það er nauðsynlegt að fjárfestar hugi vandlega að því að félög fylgi góðum stjórnarháttum og að þeim sé stýrt með trúverðugum og heiðarlegum hætti áður en ákveðið er að kaupa hlutabréf þeirra getur að sama skapi verið nauðsynlegt fyrir eigendur að íhuga sölu á hlutabréfum sínum verði þeir þess áskynja að svo sé ekki. Ef slæmir stjórnarhættir auka söluþrýsting og lækka hlutabréfaverð (hafa m.ö.o. tilfinnanlegar afleiðingar) eru stjórnarmenn líklegri til þess að ráða faglega og heiðarlega stjórnendur og ráðnir stjórnendur líklegri til þess að viðhafa góða stjórnarhætti.Samandregið Í stuttu máli snýst ofangreint um að krefjast þess að aðilar sem sýsla með fjármuni hluthafanna, þ.e. stjórnendur og stjórnarmenn, vinni starf sitt af heilindum, taki ekki óþarfa áhættu og vinni að hagsmunum allra hluthafa en ekki einungis þeirra stærstu. Krafan þarf að vera raunveruleg og viðkomandi aðilar þurfa að finna fyrir henni. Þar sem aðkoma almennings að hlutabréfamörkuðum fer að stóru leyti fram í gegnum lífeyrissjóðina er sérstaklega brýnt að þeir hugi vel að þessum málefnum og standi ekki á hliðarlínunni. Ákveðin jákvæð teikn má sjá á lofti, svo sem meiri áhuga á bættum stjórnarháttum og aukna meðvitund um lög og reglur á markaði, en björninn er langt frá því að vera unninn. Vísbendingar eru t.d. um að dagar hinna óvirku hluthafa séu ekki taldir, sem er afar miður. Baráttan fyrir heilbrigðum markaði er og verður alltaf viðvarandi samstarfsverkefni allra sem að honum koma, og í henni má aldrei slá slöku við.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun