Hluthafasjálfsvörn Baldur Thorlacius skrifar 12. júlí 2012 06:00 „Most shareholders are galvanized into action only when their rights have been trampled upon, and they would better to be more proactive in the first place" – IR Magazine, júní 2009. Ofangreind tilvitnun lýsir ákveðnum veikleika sem hlutabréfamarkaðir glíma gjarnan við, þ.e. að hluthafar láti ekki að sér kveða fyrr en búið er að traðka á réttindum þeirra og það er orðið um seinan. Þegar talað er um að traðkað sé á réttindum hluthafa þekkir maður því miður ótal dæmi frá árunum um og í kringum hrunið þar sem efast má um að hagsmunir hluthafa hafi verið í heiðri hafðir. Dæmi um að stjórnendur félaga hafi tekið of mikla áhættu og tapað að lokum umtalsverðum fjármunum, dæmi um að rekstur félaga hafi í veigamiklum atriðum tekið mið af hagsmunum stærstu hluthafa þeirra og þá á kostnað smærri hluthafa o.s.frv. Það sem fólk áttar sig ekki alltaf á er að þetta geta verið atriði sem liggja fyrir utan verksvið opinberra eftirlitsaðila og að það sé á ábyrgð fjárfestanna sjálfra að gæta réttar síns og verja hagsmuni sína eftir bestu getu. En hvernig geta fjárfestar varið hagsmuni sína? Þeir munu því miður aldrei geta varið sig fullkomlega, þar sem fjárfesting í hlutabréfum er og verður alltaf áhættufjárfesting, en ef rétt er haldið á spilunum geta hluthafar þó komið einhverjum vörnum við og jafnvel stuðlað að bættum markaði á sama tíma. Hér á eftir verða tekin til nokkur atriði sem fjárfestar á hlutabréfamarkaði geta haft í huga og er umfjölluninni skipt í þrennt: að vanda valið, láta í sér heyra og að kjósa með fótunum.Að vanda valið Nauðsynlegt er að fjárfestar geri strangar kröfur til fyrirtækja á markaði og byggi fjárfestingarákvarðanir sínar ekki einungis á hefðbundnum greiningum á kennitölum og fjárhagsupplýsingum heldur einnig á annars konar upplýsingum, s.s. um stjórnarhætti viðkomandi fyrirtækis og trúverðugleika stjórnenda og stærstu eigenda þess. Verðmat greiningardeilda nær t.d. yfirleitt ekki til slíkra atriða og er því sérstaklega nauðsynlegt að fjárfestar kynni sér þau á eigin forsendum og móti sér sjálfstæða skoðun.Að láta í sér heyra Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir ákveðin ábyrgð. Að vera hluthafi í hlutafélagi er að vera einn af eigendum þess og því er mikilvægt að hluthafar, stórir sem smáir, átti sig á því í hverju það felst. Hlutafélög eiga að vera rekin með hagsmuni eigenda þeirra að leiðarljósi, þ.e. allra hluthafa þeirra, og er það m.a. hlutverk hluthafa að sjá til þess að svo sé. Hluthafar kjósa aðila til þess að sitja í stjórn viðkomandi félags fyrir sína hönd og veita þeim umboð til þess að taka ýmsar ákvarðanir er varða félagið. Hluthafar eiga auk þess rétt á því að kjósa um önnur mikilvæg málefni á hluthafafundum, s.s. greiðslu arðs, starfskjarastefnu, þóknun fyrir stjórnarsetu og margt fleira. Þá eru hluthafafundir einnig vettvangur hluthafa til að segja sína skoðun á málefnum er tengjast viðkomandi félagi og rekstri þess, spyrja spurninga og jafnvel fá svör við þeim á staðnum frá stjórnendum og/eða stjórnarmönnum. Þetta vald hluthafa hefur verið vannýtt hér á landi, sem og reyndar víðar. Ef nógu hátt hlutfall hluthafa telst „óvirkt" og tekur ekki þátt í því að móta stefnu viðkomandi félags býður það stjórnendum og/eða öðrum (yfirleitt stórum) hluthöfum upp á að stýra viðkomandi félagi eftir eigin höfði, sem getur farið illa. Virkt aðhald hluthafa stuðlar að bættum stjórnarháttum og dregur úr líkunum á hagsmunaárekstrum og umboðsvanda (e. principal-agent problem). Að kjósa með fótunum Rétt eins og það er nauðsynlegt að fjárfestar hugi vandlega að því að félög fylgi góðum stjórnarháttum og að þeim sé stýrt með trúverðugum og heiðarlegum hætti áður en ákveðið er að kaupa hlutabréf þeirra getur að sama skapi verið nauðsynlegt fyrir eigendur að íhuga sölu á hlutabréfum sínum verði þeir þess áskynja að svo sé ekki. Ef slæmir stjórnarhættir auka söluþrýsting og lækka hlutabréfaverð (hafa m.ö.o. tilfinnanlegar afleiðingar) eru stjórnarmenn líklegri til þess að ráða faglega og heiðarlega stjórnendur og ráðnir stjórnendur líklegri til þess að viðhafa góða stjórnarhætti.Samandregið Í stuttu máli snýst ofangreint um að krefjast þess að aðilar sem sýsla með fjármuni hluthafanna, þ.e. stjórnendur og stjórnarmenn, vinni starf sitt af heilindum, taki ekki óþarfa áhættu og vinni að hagsmunum allra hluthafa en ekki einungis þeirra stærstu. Krafan þarf að vera raunveruleg og viðkomandi aðilar þurfa að finna fyrir henni. Þar sem aðkoma almennings að hlutabréfamörkuðum fer að stóru leyti fram í gegnum lífeyrissjóðina er sérstaklega brýnt að þeir hugi vel að þessum málefnum og standi ekki á hliðarlínunni. Ákveðin jákvæð teikn má sjá á lofti, svo sem meiri áhuga á bættum stjórnarháttum og aukna meðvitund um lög og reglur á markaði, en björninn er langt frá því að vera unninn. Vísbendingar eru t.d. um að dagar hinna óvirku hluthafa séu ekki taldir, sem er afar miður. Baráttan fyrir heilbrigðum markaði er og verður alltaf viðvarandi samstarfsverkefni allra sem að honum koma, og í henni má aldrei slá slöku við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Skoðanir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Most shareholders are galvanized into action only when their rights have been trampled upon, and they would better to be more proactive in the first place" – IR Magazine, júní 2009. Ofangreind tilvitnun lýsir ákveðnum veikleika sem hlutabréfamarkaðir glíma gjarnan við, þ.e. að hluthafar láti ekki að sér kveða fyrr en búið er að traðka á réttindum þeirra og það er orðið um seinan. Þegar talað er um að traðkað sé á réttindum hluthafa þekkir maður því miður ótal dæmi frá árunum um og í kringum hrunið þar sem efast má um að hagsmunir hluthafa hafi verið í heiðri hafðir. Dæmi um að stjórnendur félaga hafi tekið of mikla áhættu og tapað að lokum umtalsverðum fjármunum, dæmi um að rekstur félaga hafi í veigamiklum atriðum tekið mið af hagsmunum stærstu hluthafa þeirra og þá á kostnað smærri hluthafa o.s.frv. Það sem fólk áttar sig ekki alltaf á er að þetta geta verið atriði sem liggja fyrir utan verksvið opinberra eftirlitsaðila og að það sé á ábyrgð fjárfestanna sjálfra að gæta réttar síns og verja hagsmuni sína eftir bestu getu. En hvernig geta fjárfestar varið hagsmuni sína? Þeir munu því miður aldrei geta varið sig fullkomlega, þar sem fjárfesting í hlutabréfum er og verður alltaf áhættufjárfesting, en ef rétt er haldið á spilunum geta hluthafar þó komið einhverjum vörnum við og jafnvel stuðlað að bættum markaði á sama tíma. Hér á eftir verða tekin til nokkur atriði sem fjárfestar á hlutabréfamarkaði geta haft í huga og er umfjölluninni skipt í þrennt: að vanda valið, láta í sér heyra og að kjósa með fótunum.Að vanda valið Nauðsynlegt er að fjárfestar geri strangar kröfur til fyrirtækja á markaði og byggi fjárfestingarákvarðanir sínar ekki einungis á hefðbundnum greiningum á kennitölum og fjárhagsupplýsingum heldur einnig á annars konar upplýsingum, s.s. um stjórnarhætti viðkomandi fyrirtækis og trúverðugleika stjórnenda og stærstu eigenda þess. Verðmat greiningardeilda nær t.d. yfirleitt ekki til slíkra atriða og er því sérstaklega nauðsynlegt að fjárfestar kynni sér þau á eigin forsendum og móti sér sjálfstæða skoðun.Að láta í sér heyra Fjárfestingu í hlutabréfum fylgir ákveðin ábyrgð. Að vera hluthafi í hlutafélagi er að vera einn af eigendum þess og því er mikilvægt að hluthafar, stórir sem smáir, átti sig á því í hverju það felst. Hlutafélög eiga að vera rekin með hagsmuni eigenda þeirra að leiðarljósi, þ.e. allra hluthafa þeirra, og er það m.a. hlutverk hluthafa að sjá til þess að svo sé. Hluthafar kjósa aðila til þess að sitja í stjórn viðkomandi félags fyrir sína hönd og veita þeim umboð til þess að taka ýmsar ákvarðanir er varða félagið. Hluthafar eiga auk þess rétt á því að kjósa um önnur mikilvæg málefni á hluthafafundum, s.s. greiðslu arðs, starfskjarastefnu, þóknun fyrir stjórnarsetu og margt fleira. Þá eru hluthafafundir einnig vettvangur hluthafa til að segja sína skoðun á málefnum er tengjast viðkomandi félagi og rekstri þess, spyrja spurninga og jafnvel fá svör við þeim á staðnum frá stjórnendum og/eða stjórnarmönnum. Þetta vald hluthafa hefur verið vannýtt hér á landi, sem og reyndar víðar. Ef nógu hátt hlutfall hluthafa telst „óvirkt" og tekur ekki þátt í því að móta stefnu viðkomandi félags býður það stjórnendum og/eða öðrum (yfirleitt stórum) hluthöfum upp á að stýra viðkomandi félagi eftir eigin höfði, sem getur farið illa. Virkt aðhald hluthafa stuðlar að bættum stjórnarháttum og dregur úr líkunum á hagsmunaárekstrum og umboðsvanda (e. principal-agent problem). Að kjósa með fótunum Rétt eins og það er nauðsynlegt að fjárfestar hugi vandlega að því að félög fylgi góðum stjórnarháttum og að þeim sé stýrt með trúverðugum og heiðarlegum hætti áður en ákveðið er að kaupa hlutabréf þeirra getur að sama skapi verið nauðsynlegt fyrir eigendur að íhuga sölu á hlutabréfum sínum verði þeir þess áskynja að svo sé ekki. Ef slæmir stjórnarhættir auka söluþrýsting og lækka hlutabréfaverð (hafa m.ö.o. tilfinnanlegar afleiðingar) eru stjórnarmenn líklegri til þess að ráða faglega og heiðarlega stjórnendur og ráðnir stjórnendur líklegri til þess að viðhafa góða stjórnarhætti.Samandregið Í stuttu máli snýst ofangreint um að krefjast þess að aðilar sem sýsla með fjármuni hluthafanna, þ.e. stjórnendur og stjórnarmenn, vinni starf sitt af heilindum, taki ekki óþarfa áhættu og vinni að hagsmunum allra hluthafa en ekki einungis þeirra stærstu. Krafan þarf að vera raunveruleg og viðkomandi aðilar þurfa að finna fyrir henni. Þar sem aðkoma almennings að hlutabréfamörkuðum fer að stóru leyti fram í gegnum lífeyrissjóðina er sérstaklega brýnt að þeir hugi vel að þessum málefnum og standi ekki á hliðarlínunni. Ákveðin jákvæð teikn má sjá á lofti, svo sem meiri áhuga á bættum stjórnarháttum og aukna meðvitund um lög og reglur á markaði, en björninn er langt frá því að vera unninn. Vísbendingar eru t.d. um að dagar hinna óvirku hluthafa séu ekki taldir, sem er afar miður. Baráttan fyrir heilbrigðum markaði er og verður alltaf viðvarandi samstarfsverkefni allra sem að honum koma, og í henni má aldrei slá slöku við.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun