Tíska og hönnun

Raf olli ekki vonbrigðum

Raf Simons olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þegar hann frumsýndi fyrstu hátískulínuna fyrir Dior.
Raf Simons olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum þegar hann frumsýndi fyrstu hátískulínuna fyrir Dior. nordicphotos/getty
Hönnuðurinn Raf Simons þótti standa sig með prýði þegar hann frumsýndi fyrstu hátískulínu sína á tískuvikunni í París. Simons tók við sem yfirhönnuður Dior tískuhússins eftir að John Galliano lét af störfum.

Simons sótti greinilega innblástur til New Look-línu Christian Dior og hins fræga Bar-jakka er hann hannaði línu sína. Aðdáendur hönnuðarins sögðu hann með þessu hafa fært tískuhúsið inn í nýja öld og nýja og spennandi tíma og að með hönnun sinni væri hann að skapa nýjar leiðir innan hátískunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×