Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar