Græðgi kostar Víðir Guðmundsson skrifar 28. júní 2012 06:00 Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 20. júní birtist í Fréttablaðinu leiðari eftir blaðamanninn Þórð Snæ Júlíusson undir yfirskriftinni Lýðræði kostar. Þar dregur hann þá ályktun að vanhæfir eða lítið hæfir einstaklingar sækist eftir að komast á þing sökum þess hve þingfararkaupið sé lágt. Hann vill meina að það traust sem mælist nú á Alþingi sé vegna þess að þessir vanhæfu einstaklingar sem nú sitja á þingi geti ekki unnið almennilega. Hann leggur því til að launin verði hækkuð í þeim hágöfuga tilgangi að hæfara fólk rambi inn á Alþingi. Eins og hann ritar sjálfur: „Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa." Með þessu er Þórður ýja að því að þeir sem ekki sækist eftir launum yfir 610 þúsund krónum á mánuði séu vanhæfir til þingmannsstarfa, því hæft fólk vill að sjálfsögðu meiri pening fyrir sína vinnu. Hvaðan fær Þórður þessa hugmynd? Úr hvaða veruleika er hún gripin? Er það úr veruleika hrunsins? Þar sem hvítir jakkafataklæddir karlmenn mokuðu peningum í eigin vasa á ofurlaunum og bónusum? Flestir sem vinna hugsjónastörf í þágu mannúðarmála eru illa launaðir. Eru það vanhæfir einstaklingar? Eru leikskólakennarar ekki góður pappír? Samkvæmt vef Hagstofunnar voru meðallaun Íslendinga árið 2011 um 400 þúsund krónur á mánuði. 65% landsmanna ná þó ekki því meðaltali. Þingmenn eru hins vegar langt yfir þessum mörkum og fara í hóp hæst launuðu einstaklinga landsins. Topp tíu prósentin. Það er þó augljóslega ekki nóg miðað við röksemdir Þórðar. Þurfum við kannski fólk eins og Hannes Smárason, Björgólf yngri, Lárus Welding, Hreiðar Má og álíka kanónur til að leysa stjórnmálavanda Íslands? Ef einhvern lærdóm má draga af liðnum árum er hann sá að peningar eru ekki alltaf ávísun á betri vinnubrögð, en oft ávísun á græðgi einstaklingsins. Hærra þingfararkaup tryggir ekki endilega hæfari þingmenn. Við gætum hreinlega setið uppi með gráðugri þingmenn.
Lýðræði kostar Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmálamennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. 20. júní 2012 06:00
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun