Að greiða sín fósturlaun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda. Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna. Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar . Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu. Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna. Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun. Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda. Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku. Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda. Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna. Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar . Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu. Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna. Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun. Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda. Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku. Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun