Veiðigjaldið kom fyrir löngu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 18. júní 2012 06:00 Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna. Stjórnarflokkarnir hyggjast auka hlut ríkissjóðs úr 9,46 kr. fyrir kíló af þorski í 37 kr. fyrir veiðileyfið og hækka það svo í 54 kr. eftir þrjú ár. Útgerðarfyrirtækin sjálf krefjast um 300 kr. í endurgjald fyrir réttinn. Það er áttfalt veiðigjald. Hlutur þeirra í tekjunum er 97% og lækkar í 82% með áformum stjórnvalda. Hlutur ríkisins verður ekki talinn mikill. Á síðasta fiskveiðiári voru 44% aflamarksins flutt á milli skipa. Viðskipti milli óskyldra aðila námu 76 þúsundum tonna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti í maí 2010 skýrslu um markaðinn með veiðiheimildir. Telur stofnunin að hann sé skilvirkur og verðlagið endurspegli fjárhagslega getu fyrirtækjanna til þess að greiða fyrir veiðiréttinn. Bent er á að kvótalitlar og kvótalausar útgerðir séu stórtækar á markaðnum fyrir leigukvóta. Hlutur þeirra var fiskveiðiárið 2008/9 um 35% af öllum leigukvóta í þorski og ýsu það ár. Nýlegri upplýsingar eru ekki handbærar, en miðað við þetta hlutfall leigðu kvótalitlar eða kvótalausar útgerðir til sín og veiddu um 15.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af ýsu á síðasta fiskveiðiári. Þær greiddu í veiðigjald 60-80% af verðinu, sem fæst fyrir fiskinn á fiskmarkaði. Stóru útgerðirnar, Samherji, HB Grandi og Brim, leggja á allt að 80% veiðigjald í krafti úrelts úthlutunarkerfis og kvótamarkaðar, sem LÍÚ rekur. Þótt ríkið auki hlut sinn í veiðigjaldinu hækkar kvótaverðið ekki. Leigjendur verða jafnsettir. Hagnaður af framsalinu verður eftir sem áður mjög mikill eða þrefalt meiri en af veiðum. Þeir, sem eftir hækkun veiðigjaldsins kaupa veiðirétt til langs tíma, aflahlutdeild, verða líka jafnsettir. Verði tekið tillit til fjárskuldbindinga vegna keyptra aflahlutdeilda raskar hækkun veiðigjaldsins ekki forsendum kaupanna. Það er löngu tímabært að framsal veiðiheimilda verði fremur tekjustofn hins opinbera en fáeinna útgerðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Veiðigjald er komið á fyrir löngu í sjávarútveginum. Það gerðu útvegsmenn sjálfir. Viðskipti með veiðiheimildir eru umfangsmiklar og verðið afar hátt. Veltan nemur tugum milljarða króna á hverju ári. Tekjurnar renna nær eingöngu til handhafa veiðiheimildanna. Stjórnarflokkarnir hyggjast auka hlut ríkissjóðs úr 9,46 kr. fyrir kíló af þorski í 37 kr. fyrir veiðileyfið og hækka það svo í 54 kr. eftir þrjú ár. Útgerðarfyrirtækin sjálf krefjast um 300 kr. í endurgjald fyrir réttinn. Það er áttfalt veiðigjald. Hlutur þeirra í tekjunum er 97% og lækkar í 82% með áformum stjórnvalda. Hlutur ríkisins verður ekki talinn mikill. Á síðasta fiskveiðiári voru 44% aflamarksins flutt á milli skipa. Viðskipti milli óskyldra aðila námu 76 þúsundum tonna. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti í maí 2010 skýrslu um markaðinn með veiðiheimildir. Telur stofnunin að hann sé skilvirkur og verðlagið endurspegli fjárhagslega getu fyrirtækjanna til þess að greiða fyrir veiðiréttinn. Bent er á að kvótalitlar og kvótalausar útgerðir séu stórtækar á markaðnum fyrir leigukvóta. Hlutur þeirra var fiskveiðiárið 2008/9 um 35% af öllum leigukvóta í þorski og ýsu það ár. Nýlegri upplýsingar eru ekki handbærar, en miðað við þetta hlutfall leigðu kvótalitlar eða kvótalausar útgerðir til sín og veiddu um 15.000 tonn af þorski og 10.000 tonn af ýsu á síðasta fiskveiðiári. Þær greiddu í veiðigjald 60-80% af verðinu, sem fæst fyrir fiskinn á fiskmarkaði. Stóru útgerðirnar, Samherji, HB Grandi og Brim, leggja á allt að 80% veiðigjald í krafti úrelts úthlutunarkerfis og kvótamarkaðar, sem LÍÚ rekur. Þótt ríkið auki hlut sinn í veiðigjaldinu hækkar kvótaverðið ekki. Leigjendur verða jafnsettir. Hagnaður af framsalinu verður eftir sem áður mjög mikill eða þrefalt meiri en af veiðum. Þeir, sem eftir hækkun veiðigjaldsins kaupa veiðirétt til langs tíma, aflahlutdeild, verða líka jafnsettir. Verði tekið tillit til fjárskuldbindinga vegna keyptra aflahlutdeilda raskar hækkun veiðigjaldsins ekki forsendum kaupanna. Það er löngu tímabært að framsal veiðiheimilda verði fremur tekjustofn hins opinbera en fáeinna útgerðarmanna.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar