Málskotsrétturinn er ykkar fólksins 16. júní 2012 05:00 Á fundi í Marel Forsetahjónin heilsuðu starfsmönnum með handabandi áður en Ólafur Ragnar fór upp í pontu. Fréttablaðið/Anton Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira