Málskotsrétturinn er ykkar fólksins 16. júní 2012 05:00 Á fundi í Marel Forsetahjónin heilsuðu starfsmönnum með handabandi áður en Ólafur Ragnar fór upp í pontu. Fréttablaðið/Anton Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti og forsetaframbjóðandi, heimsótti Marel á dögunum ásamt Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Yfirfullt var í matsal Össurar þegar Ólafur Ragnar kynnti stefnumál sín og útskýrði sýn sína á hlutverk forsetans. Ólafur Ragnar sagðist undanfarin ár hafa sýnt fram á að forsetaembættið gegndi lykilhlutverki á örlagatímum. Forsetinn beri ábyrgð á því að landið verði ekki stjórnlaust og svo gæti hann beitt málskotsréttinum. „Ég þurfti í janúar 2009, þegar eldar brunnu í miðborg Reykjavíkur og hætta var á að landið yrði jafnvel stjórnlaust í nokkrar klukkustundir, að vera undir það búinn að mynda utanþingsstjórn ef flokkunum tækist ekki að mynda minnihlutastjórn." Ólafur Ragnar benti einnig á að Icesave hefði verið mikilvæg áminning þess að valdið væri hjá þjóðinni. Bessastaðir væru síðasta „stoppistöðin" sem fólk hefði til að fá málin í sínar hendur. Hann ítrekaði þó að þessi réttur væri réttur fólksins. „Það er ekki rétt sem oft kemur fram að málskotsrétturinn sé fyrst og fremst forsetans. Málskotsrétturinn er ykkar. Hann er staðfesting á því að æðsta vald í málefnum þessarar þjóðar er hjá fólkinu sjálfu." Ólafur sagði að undanfarin ár hefði forsetinn sinnt tveimur öðrum mikilvægum hlutverkum; að vera málsvari þjóðarinnar erlendis og styðja við íslenskt athafnalíf á erlendri grundu. Ólafur viðurkenndi líka að hafa oft verið gagnrýndur fyrir þá vegferð sem hann stóð að á árunum fyrir hrun og þá sérstaklega í tengslum við bankana. Hann sagði störf sín þó hafa verið eðlileg, hann hafi gert það sama fyrir mörg önnur fyrirtæki. „Var rangt að styðja Össur með þeim hætti sem ég hef gert í rúm tíu ár? Var rangt að rétta Magnúsi Scheving hjálparhönd þegar hann kom til mín á öðru ári minnar forsetatíðar? Var það rangt hjá Dorrit að fara í þátt Mörthu Stewart, sem sýndur er í fimmtíu löndum, og kynna íslenskan mat, íslenska hönnun, íslenska ferðaþjónustu, íslenska hestinn og kenna útlendingum að borða íslenska þorskalifur? — Nei, það var ekki rangt." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira