OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi 15. júní 2012 05:30 Bjarni Bjarnason Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl Fréttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl
Fréttir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira