Metanól í bensín – markaðssetning tréspíra á Íslandi Hjalti Andrason skrifar 14. júní 2012 06:00 Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi" þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu „engin mikil ljón í veginum" fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. Metanól, betur þekkt sem tréspíri, berst inn í mannslíkamann við neyslu, snertingu eða innöndun þar sem það veldur skæðum eituráhrifum. Neysla á 0,01 lítrum af metanóli veldur varanlegri blindu í fólki og eins lítið og 0,03 lítrar getur valdið dauða. Vegna þessarar heilsuhættu kveða Evrópureglur á um að hámarksmagn metanóls í bensíni sé innan við 3%. Þrátt fyrir þetta stefnir CRI á að framleiða 50.000.000 lítra af metanóli á ári í nýju verksmiðjunni. Jafnframt hefur fyrirtækið ítrekað verið með yfirlýsingar um að metanólvæða bílaflota Íslands með allt að 75% metanólblöndu. Er sem sagt búið að tryggja að þessar 50 milljónir lítra á ári, auk þeirrar framleiðslu sem nú þegar er hafin í Svartsengi, muni ekki komast í snertingu við fólk og eru lýðheilsusjónarmið ekki ljón í veginum? Einhliða markaðssetningCarbon Recycling International hefur alfarið sneitt fram hjá umræðu um eituráhrif metanóls í kynningarstarfi sínu. Þess í stað er umhverfissjónarmiðum flaggað og tréspírinn markaðssettur sem „vistvænt metanól". Nafnavalið er skiljanlegt. Metanól hljómar líkt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarnan saman. Ekki láta blekkjast, við drekkum etanól þegar við neytum áfengis og myndum metan í meltingarvegi okkar á meðan hálft staup af metanóli veldur nægilega miklum taugaskemmdum til að blinda fullvaxinn mann. Mótrök framleiðandaUndirritaður hefur áður fjallað um eðli metanóls, áhrif, takmarkaða notkun þess á heimsvísu og ástæður í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu 17. og 26. nóvember. Helstu mótrök sem bárust frá CRI voru þau að bensín innihaldi ýmis skaðleg efni og að „við umgöngumst eldsneyti daglega án þess að bera skaða af". Þessi fullyrðing er einkennandi fyrir óábyrga markaðssetningu fyrirtækisins. Það er rétt að í bensíni er að finna ýmis skaðleg efni. Áður fyrr innihélt það blý og inniheldur m.a. efnið bensen sem er hættulegt krabbameinsvaldandi efni. Langt er síðan bensín varð blýlaust og hefur magn bensens í bensíni lækkað úr >5% í u.þ.b. 1% í flestum bensínblöndum í dag. Staðreyndin er sú að undanfarna áratugi hefur þróunin verið á þá leið að minnka magn heilsuspillandi efna í bensíni. Carbon Recycling International er greinilega með aðrar hugmyndir. Liðkun regluverksTil þess að standa vörð um lífsgæði og heilsu, hafa víðtækar regluverksbreytingar farið fram undanfarna áratugi í Evrópu og víðar sem gagngert takmarka magn skaðlegra efna í bensíni. Tréspíri (metanól) er eitt slíkt efni og þess vegna eru reglugerðir sem kveða á um hámarksmagn þess, sem er mjög lágt (<3%). Í fyrstu ætlar CRI að blanda metanóli í bensín á Íslandi sem nemur þessu hámarki. Skv. öðrum reglum ESB eru settar takmarkanir á heildarmagn eiturefna í bensíni á sumarmánuðum, þegar uppgufun þeirra er hvað mest. Þessa tilskipun er verið að innleiða á Íslandi en fyrirhuguð íblöndun metanóls í 3% styrk brýtur í bága við hana. Með íblönduninni fer heildarmagn hættulegra efna í bensíni yfir þessi mörk. Nú er til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins að breyta þessum reglum og auka leyfilegt hámark þessara efna.Hvað vilja Íslendingar? Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Er þetta eingöngu til þess fallið að liðka fyrir íblöndun metanóls og stuðla að auknu magni eiturefna í bensíni þvert gegn þróuninni undanfarna áratugi? Er hér verið að tefla með heilsu landsmanna í tilraunaskyni og er þetta það sem við viljum? Vega umhverfissjónarmið þyngra en lýðheilsusjónarmið í þessu samhengi eða er hér verið að fara úr öskunni í eldinn?Aðkoma heilbrigðisyfirvalda? Eitt er ljóst, yfirlýsingar Carbon Recycling International eru algjörlega úr takti við lýðheilsusjónarmið og reglur þar að lútandi. Allt tal þeirra um að metanól taki við af jarðolíu er óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Tímabært er að heilbrigðisyfirvöld hafi afskipti af þessum áformum til að stemma stigu við þeirri einhliða markaðssetningu sem hér hefur átt sér stað út frá umhverfissjónarmiðum eingöngu. Til eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar s.s. rafmagn, metan og etanól sem ekki krefjast sérstakrar meðhöndlunar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vegna eituráhrifa sinna á fólk. Annað er að segja um metanól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þann 12. apríl sl. var metanólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi" þar sem rætt er við framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI sem segir að það séu „engin mikil ljón í veginum" fyrir að reisa nýja metanólverksmiðju á höfuðborgarsvæðinu. Metanól, betur þekkt sem tréspíri, berst inn í mannslíkamann við neyslu, snertingu eða innöndun þar sem það veldur skæðum eituráhrifum. Neysla á 0,01 lítrum af metanóli veldur varanlegri blindu í fólki og eins lítið og 0,03 lítrar getur valdið dauða. Vegna þessarar heilsuhættu kveða Evrópureglur á um að hámarksmagn metanóls í bensíni sé innan við 3%. Þrátt fyrir þetta stefnir CRI á að framleiða 50.000.000 lítra af metanóli á ári í nýju verksmiðjunni. Jafnframt hefur fyrirtækið ítrekað verið með yfirlýsingar um að metanólvæða bílaflota Íslands með allt að 75% metanólblöndu. Er sem sagt búið að tryggja að þessar 50 milljónir lítra á ári, auk þeirrar framleiðslu sem nú þegar er hafin í Svartsengi, muni ekki komast í snertingu við fólk og eru lýðheilsusjónarmið ekki ljón í veginum? Einhliða markaðssetningCarbon Recycling International hefur alfarið sneitt fram hjá umræðu um eituráhrif metanóls í kynningarstarfi sínu. Þess í stað er umhverfissjónarmiðum flaggað og tréspírinn markaðssettur sem „vistvænt metanól". Nafnavalið er skiljanlegt. Metanól hljómar líkt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarnan saman. Ekki láta blekkjast, við drekkum etanól þegar við neytum áfengis og myndum metan í meltingarvegi okkar á meðan hálft staup af metanóli veldur nægilega miklum taugaskemmdum til að blinda fullvaxinn mann. Mótrök framleiðandaUndirritaður hefur áður fjallað um eðli metanóls, áhrif, takmarkaða notkun þess á heimsvísu og ástæður í greinaskrifum sínum í Fréttablaðinu 17. og 26. nóvember. Helstu mótrök sem bárust frá CRI voru þau að bensín innihaldi ýmis skaðleg efni og að „við umgöngumst eldsneyti daglega án þess að bera skaða af". Þessi fullyrðing er einkennandi fyrir óábyrga markaðssetningu fyrirtækisins. Það er rétt að í bensíni er að finna ýmis skaðleg efni. Áður fyrr innihélt það blý og inniheldur m.a. efnið bensen sem er hættulegt krabbameinsvaldandi efni. Langt er síðan bensín varð blýlaust og hefur magn bensens í bensíni lækkað úr >5% í u.þ.b. 1% í flestum bensínblöndum í dag. Staðreyndin er sú að undanfarna áratugi hefur þróunin verið á þá leið að minnka magn heilsuspillandi efna í bensíni. Carbon Recycling International er greinilega með aðrar hugmyndir. Liðkun regluverksTil þess að standa vörð um lífsgæði og heilsu, hafa víðtækar regluverksbreytingar farið fram undanfarna áratugi í Evrópu og víðar sem gagngert takmarka magn skaðlegra efna í bensíni. Tréspíri (metanól) er eitt slíkt efni og þess vegna eru reglugerðir sem kveða á um hámarksmagn þess, sem er mjög lágt (<3%). Í fyrstu ætlar CRI að blanda metanóli í bensín á Íslandi sem nemur þessu hámarki. Skv. öðrum reglum ESB eru settar takmarkanir á heildarmagn eiturefna í bensíni á sumarmánuðum, þegar uppgufun þeirra er hvað mest. Þessa tilskipun er verið að innleiða á Íslandi en fyrirhuguð íblöndun metanóls í 3% styrk brýtur í bága við hana. Með íblönduninni fer heildarmagn hættulegra efna í bensíni yfir þessi mörk. Nú er til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins að breyta þessum reglum og auka leyfilegt hámark þessara efna.Hvað vilja Íslendingar? Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Er þetta eingöngu til þess fallið að liðka fyrir íblöndun metanóls og stuðla að auknu magni eiturefna í bensíni þvert gegn þróuninni undanfarna áratugi? Er hér verið að tefla með heilsu landsmanna í tilraunaskyni og er þetta það sem við viljum? Vega umhverfissjónarmið þyngra en lýðheilsusjónarmið í þessu samhengi eða er hér verið að fara úr öskunni í eldinn?Aðkoma heilbrigðisyfirvalda? Eitt er ljóst, yfirlýsingar Carbon Recycling International eru algjörlega úr takti við lýðheilsusjónarmið og reglur þar að lútandi. Allt tal þeirra um að metanól taki við af jarðolíu er óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Tímabært er að heilbrigðisyfirvöld hafi afskipti af þessum áformum til að stemma stigu við þeirri einhliða markaðssetningu sem hér hefur átt sér stað út frá umhverfissjónarmiðum eingöngu. Til eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar s.s. rafmagn, metan og etanól sem ekki krefjast sérstakrar meðhöndlunar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni vegna eituráhrifa sinna á fólk. Annað er að segja um metanól.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun