„Öllu er hagrætt í burtu“ Svavar Gestsson skrifar 8. júní 2012 06:00 Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibúsins Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur áður Vestfjarða í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útíbúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun, Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá „kvöð" á bankana að þau skipti með sér landinu í „áhrifasvæði" þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum. Er svona vísir til? Þar sem kveðið er á um lágmarksþörf byggðarlaga til þess að þau geti verið til sem sjálfstæðar einingar? Lokað samstundisTilefni þessara spurninga er lokun bankaútibúsins Landsbankans í Króksfjarðarnesi. Fyrir örfáum misserum yfirtók Landsbankinn útibú Sparisjóðs Keflavíkur áður Vestfjarða í Króksfjarðarnesi. Flestir létu sér vel líka því forræði sparisjóðsins var farið úr byggðarlaginu hvort eð var. Allir tengdust nú samstundis Landsbankanum. En Adam var ekki lengi í þeirri Paradísinni. Síðasta dag maímánaðar var sent bréf úr Reykjavík í Reykhólahrepp til þeirra íbúa þar sem skipta við Landsbankann. Þeim var tilkynnt að DAGINN EFTIR yrði útíbúinu í Króksfjarðarnesi lokað og þann dag – á lokunardaginn – barst þeim bréfið. Það er ósvífni númer eitt að gefa fólki engan frest til að flytja viðskipti sín úr útibúinu áður en útibúinu var lokað. Þetta var greinilega gert vísvitandi nákvæmlega svona. Þetta var ekki tilviljun, Þeir sem hafa átt viðskipti við bankann munu nefnilega flestir flytja viðskipti sín í Sparisjóð Strandamanna á Hólmavík eða Arionbanka sem er bæði í Búðardal og á Hólmavík. En það var reynt að loka þetta fólk sem þarna hafði viðskipti inni í Landsbankanum. Vísað á útibú í 200 kílómetra fjarlægðÓsvífni númer tvö í bréfinu var þegar íbúum Reykhólahrepps var ráðlagt að fara með viðskipti sín í Landsbankann á Patreksfirði. Yfir fjöll og hálsana frægu – það eru um tvö hundruð kílómetrar hvora leið. Það er eins og að vísa Reykvíkingi á útibú banka á Hvammstanga eða íbúa á Kirkjubæjarklaustri á Höfn í Hornafirði. Þetta gengur ekki; íbúar Reykhólahrepps hafa lítið sem ekkert að sækja til Patreksfjarðar nema þegar þeir neyðast til að leita til sýslumanns með þinglýsingar og þess háttar verkefni. Þessi skilaboð – um að koma sér á Patreksfjörð frá Reykhólum – segja allt sem segja þarf: Það er skilningsleysi, tilfinningaleysi og viljaleysi á bak við svona kveðjur. Það er enginn vilji til að setja sig inn í aðstæður þess fólks sem býr á þessu svæði. Það er að vísu þannig að ef hlýða ætti markaðshagsmunum bankans þá væri eðlilegast að leggja Reykhólahrepp niður og flytja íbúana í lítið hverfi á þéttbýlissvæðinu sem þess vegna mætti heita Reykhólar. En ég hélt að það væri skoðun okkar allra að láta markaðshagsmunina ekki ráða öllu á Íslandi. Öllu hagrætt í burtuÞað er verið að hagræða öllu í burtu frá okkur sagði greindur nágranni við okkur á dögunum. Það er kjarni málsins; auðvelt er að finna það út að það væri skynsamlegast að hagræða Íslendingum burt af hólmanum og reka hér þjónustumiðstöðvar fyrir fiskipskip og umfram allt hætta að tala íslensku sem er óskiljanlegt hrognamál í eyrum allra annarra en okkar sjálfra. Auðvitað á að setja reglur um lágmarksþjónustu við landsbyggð. Það á að setja reglur um bankaútibú og það á að leggja þá „kvöð" á bankana að þau skipti með sér landinu í „áhrifasvæði" þannig að allir hafi aðgang að banka. Og hið sama á við um aðra þjónustu. Í nýrri byggðastefnu þarf að draga varnarlínur um landsbyggðina og hagsmuni hennar. Já, það kostar peninga, en miðað við hvað? Það kostar peninga að tala íslensku miðað við ítrustu hagsmuni heimskapítalismans. Þann boðskap höfum við fyrir löngu ákveðið að hafa að engu. Frá þeirri varnarlínu þarf svo að hefja nýja sókn.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun